CrossFit samtökin hafa nú staðfest endanlega tímasetningar á heimsleikunum 2020 en úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í CrossFit íþróttinni er nú tvískipt vegna kórónuveirunnar.
Það mun líða meira en mánuður á milli undanrása heimsleikanna og fimm manna úrslitanna sem fara ekki fram fyrr en helgina fyrir helgina fyrir Hrekkjavöku.
CrossFit samtökin hafa ákveðið, í samráði við keppendur, að hinir nýju tvískiptu heimsleika muni nú fram í september og október.
Undankeppnin þar sem 30 karla og 30 konur keppa um sæti í lokaúrslitunum verður streymt í gegnum netið frá heimastöðvum hvers og eins. Undanrásirnar munu hefjast 18. september og standa yfir í tvo til þrjá daga.
Fimm bestu karlarnir og fimm bestu konurnar tryggja sér þátttökurétt í lokaúrslitunum í norður Kaliforníu þar sem keppt verður um heimsmeistaratitlana í CrossFit. Lokaúrslitin fara fram vikuna 19. til 25. október og verða heimsmeistararnir krýndir sunnudaginn 25. október.
Það vekur vissulega athygli að það lítur út fyrir að úrslitin muni taki sjö daga en mögulega er hér átti við allan tímann sem keppendur þurfa að eyða á svæðinu vegna sóttvarnarsjónarmiða, kórónuveiruprófa og öðru tilheyrandi.
Ísland á að eiga þrjá keppendur í úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir voru búnar að tryggja sér farseðla í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki. Anníe Mist Þórisdóttir var líka með sæti á heimsleikunum í ár en gaf það frá sér þegar hún fór í barnsburðarleyfi.
CrossFit keppnistímabilið 2020 hófst með keppni í The Open um miðjan október og tímabilið verður því lengra en heilt ár. Þegar sigurvegararnir verða loksins krýndir 25. október verður liðið heilt ár og fimmtán dagar síðan að sá þeir sömu hófu keppni á The Open, fyrstu undankeppninni fyrir heimsleikana 2020.