Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 07:59 Framgangur lögreglu og stjórnvalda gegn mótmælendum í Hvíta-Rússlandi hefur verið harlega gagnrýndur. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni. Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni.
Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40