Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:00 Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira
Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. Í nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á morgun er kveðið á um eins metra fjarlægðrarreglu í skólum. Rektor Háskólans í Reykjavík segir eins metra regluna veita skólum aukið svigrúm, en flestir voru byrjaðir að undirbúa skólahald vetrarins með tilliti til tveggja metra reglunnar. Sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands tekur undir þetta. „Þetta auðveldar þetta verulega fyrir okkur. Við vorum búin að reikna með að það væri sirka þrjátíu prósent af nemendum sem við kæmum fyrir í skólanum en nú eru þeir um 40 prósent,“ sagði Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála við Háskóla Íslands. „Munurinn verður hversu margir komast að á sama tíma. Hversu mikið þarf að vera stafrænt og hversu oft við þurfum að bjóða upp á verklega tíma eftir því hverjar fjarlægðarreglurnar eru í hverrt skipti,“ sagði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík. „Þetta breytist aðallega þannig að við getum aukið staðnám,“ sagði Róbert. Lagt er upp með að fyrirlestrar verði á rafrænu formi í skólunum. „Fyrir verklega tíma, fyrir samræður og allt þetta sem krefst þess að vera á staðnum. Þar ætlum við að nota húsnæðið til að hleypa nemendum eins mikið á staðinn og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. „Við setjum nýnema í forgang og við setjum líka í forganga að allir nemendur skólans fái einhverja staðkennslu,“ sagði Róbert. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa báðir skólar að brjóta bekki upp í smærri hópa. Slíku fylgir aukinn kostnaður. „Aukinn kostnaður, aukin vinna og aukið umstang. Við þurfum að kenna stærri hluta dagsins. Nýta húsnæðið eins vel og mögulegt er. Þetta er alls ekki einfalt verkefni,“ sagði Ari Kristinn. „Það er alveg á hreinu að við munum lenda í meiri kostnaði út af þessu. Það eru viðræður á milli rektors og menntamálayfirvalda um aukið fjármagn,“ sagði Róbert. „Þannig að við treystum á gott samstarf við stjórnvöld þannig að háskólarnir beri ekki skertan hlut frá borði og við getum haldið áfram að sinna okkar starfi eins vel og hægt er,“ sagði Ari Kristinn. Ekki er komið í ljós hve mikils fjárstuðnings er þörf á.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sjá meira