Hætta á smiti geti aukist þegar vín er haft um hönd í veisluhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 19:05 Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Sóttvarnarlæknir ráðleggur fólki að fara varlega í veislum þar sem áfengi er haft um hönd á meðan smit er á dreifingu í samfélaginu. „Það virðist vera útbreitt smit sem er að skjóta upp kollinum hér og þar og er þar að leiðandi erfiðara að eiga við heldur en ein stök hópsýking,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Sökum útbreiðslunnar ráðleggur sóttvarnarlæknir fólki að fara varlega þegar áfengi er haft um hönd í veislum. „Við höfum dæmi um það undanfarið að þar sem fólk passar sig ekki og hefur safnast saman að þar geta komið upp smit. Við vitum það bæði héðan og erlendis að þegar fólk fer að hafa vín um hönd þá gleymir það sér og passar sig ekki. Þá eykst hættan margfalt. Þetta höfum við séð hér og fengið fréttir af þessu erlendis frá. Það er á þeim grunni sem við erum að takmarka opnunartíma vínveitingarstaða,“ segir Þórólfur. Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild LandspítalansVísir/Baldur Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýkla-og veirufræðideild Landspítalans sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að hluti sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans muni í næstu viku flytja tímabundið til Íslenskrar erfðagreiningar til að auka afkastagetu við greiningu sýna. Dagleg afkastageta veirufræðideildar hefur verið um tvö til þrjú þúsund sýni á dag en með flutningnum til íslenskrar erfðagreiningar verður hún um fimm þúsund sýni á dag. „Við getum ekki kannski haldið áfram gera 2000-3000 sýni vegna þess að hluti af okkar starfsmönnum fer í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar. En það væri hægt að auka hana smátt og smátt sé þess óskað. Það mætti þá hugsa sér að heildarafkastageta gæti orðið um 8000 sýni eða meira. Karls segir að Íslensk erfðagreining hafi boðið húsnæði sitt í verkefnið að kostnaðarlausu sem og starfsfólk og segist afar þakklátur fyrir það. Ákveðið öryggi felist í því að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef smit kemur upp, líkt og gerðist í vor. „Það kom upp smit á sýklahluta deildarinnar á Barónsstíg í upphafi faraldurins en það kom utanfrá því við gætum afar vel að öllum sóttvörnum. Þá þurfti stór hluti deildarinnar að fara í sóttkví og því er gott að hafa starfsemina á tveimur stöðum ef slíkt gerðist aftur,“ segir Karl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira