Brasilíski snillingurinn Neymar fékk ansi verðugt verkefni á dögunum en fréttamiðillinn Squawka birti myndbandið á vef sínum í gær.
Neymar átti að velja draumaliðið með fimm mönnum (e. five-a-side) eða með öðrum orðum að stilla upp fimm bestu knattspyrnumönnum sem hann veit um.
Hins vegar var ein regla; þeir máttu ekki vera frá Brasilíu.
Neymar names his ideal five-a-side team with two rules.
— Squawka News (@SquawkaNews) January 9, 2020
1.) They can't be Brazilian
2.) They must be retired
Who would you pick? pic.twitter.com/zyOjBYaDOw
Neymar valdi þá Lionel Messi, Luis Suarez, Kylian Mbappe, Paul Pogba og Eden Hazard.
Brassinn átti svo að velja annað lið. Þar var einnig Brasilíureglan, það er að segja leikmennirnir máttu ekki koma frá Brasilíu, en nú átti hann að velja leikmenn sem voru hættir.
Neymar names his ideal five-a-side team with two rules.
— Squawka News (@SquawkaNews) January 9, 2020
1.) They can't be Brazilian
2.) They must be retired
Who would you pick? pic.twitter.com/zyOjBYaDOw
Þar voru þrír Englendingar í liðinu en liðið skipuðu þeir Xavi, Frank Lampard, Steven Gerrard, David Beckham og Thierre Henry.