Austurrískur bæjarstjóri biðlar til Frozen-aðdáenda að halda sig fjarri Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2020 08:41 Bænum var bætt á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Getty Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“ Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“
Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40