Vildi kynlíf á klósettinu í flugvél og réðst á áhöfnina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. janúar 2020 19:31 Konan var á ferðalagi með flugfélaginu Etihad. Vísir/Getty Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar. Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Tvítug bresk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir drykkjulæti sín og ofbeldi í flugi frá Abu Dhabi til Manchester í maí á síðasta ári. Konan var á heimleið eftir þriggja mánaða ferðalag um Ástralíu. Þetta kemur fram á vef New York Post. Hin tvítuga Demi Burton, fór um borð í vél flugfélagsins Etihad þann 9. maí 2019, og var þegar nokkuð kennd. Hún hélt áfram að neyta áfengis í fluginu uns áhöfnin tjáði henni að hún gæti ekki keypt meira áfengi. Þegar þar var komið við sögu var hún þó þegar orðin ofurölvi og hafði beðið þó nokkra karlkyns farþega um að stunda með sér kynlíf inni á snyrtingu flugvélarinnar, svo hún kæmist í hinn svokallaða „mile-high klúbb.“ Þegar Burton var neitað um meira áfengi reiddist hún og er henni gefið að sök að hafa sparkað í, bitið og skallað meðlimi áhafnarinnar. Að lokum tókst þó sex áhafnarmeðlimum að binda Burton niður við sæti sitt, með hjálp farþega. Verjandi Burton, Martin Callery, segir hana skammast sín mikið fyrir athæfi sitt. Hún hafi drukkið mikið fyrir flugið og meðan á því stóð til þess að berjast við flughræðslu. Saksóknarinn í málinu, Claire Brocklebank, segir Burton hafa verið drukkna frá því áður en flugferðin örlagaríka hófst. „Hún lét mörg óviðeigandi og kynferðisleg ummæli falla í garð nokkurra karlkyns farþega vélarinnar,“ sagði hún. Dómarinn sem kvað upp dóminn yfir Burton sagði hana hafa sett farþega og áhöfn vélarinnar í hættu með athæfi sínu. Hann sagðist einnig vona að sex mánaða dómurinn sem Burton hlaut myndi vera öðrum víti til varnaðar.
Bretland England Fréttir af flugi Kynlíf Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira