Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:45 Björgunarmaður á vettvangi flugslyssins í Shahedshahr, suðvestur af Teheran í dag. AP/Ebrahim Noroozi Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi. Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi.
Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36