Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. janúar 2020 12:32 Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira