Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. janúar 2020 12:32 Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira