Faðir Reynhard Sinaga segir son sinn hafa fengið þann dóm sem hann átti skilið Atli Ísleifsson skrifar 8. janúar 2020 11:08 Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Lögregla í Manchester Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017. Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Faðir hins indónesíska Reynhard Sinaga, mesta raðnauðgarans í breskri réttarsögu, segir refsingu sonar síns vera í fullu samræmi við afbrotin. Reynhard Sinaga var á dögunum dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa verið fundinn sekur um 159 kynferðisbrot gegn 48 karlmönnum. Í dómnum segir að Sinaga þurfi að sitja í fangelsi í þrjátíu ár hið minnsta, auk þess að fjölmiðlum hafi verið gert heimilt að nafngreina hinn dæmda. Hinn 36 ára Reynhard Sinaga stundaði doktorsnám í Bretlandi og sat hann fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan skemmtistaði í Manchester. Byrlaði hann mönnunum ólyfjan og fór með þá heim til sín þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Kom fram að að Reynhard Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum karlmönnum og virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Refsingin í samræmi við glæpina Saibun Sinaga, faðir Reynhard ræddi við BBC um dóminn þar sem hann sagði fjölskylduna sætta sig við dóminn. „Refsing hans er í samræmi við glæpina. Ég vil ekki ræða málið frekar.“ Félagar Sinaga frá háskólaárum hans í Indónesíu hafa lýst honum sem litríkum og vinsælum námsmanni. „Hann var mjög félagslyndur, vingjarnlegur, auðvelt var að umfangast hann og gaman að vinna að verkefnum með,“ segir ein vinkona hans sem vill þó ekki láta nafn síns getið í samtali við BBC. Hún segist hafa misst samband við Sinaga þegar hann fluttist til Bretlands árið 2007. Reynhard Sinaga var handtekinn í júní 2017.AP Varð ástfanginn af Manchester Sinaga á á sínum tíma hafa sagt við fjölskyldu sína að hann hafi orðið ástfanginn af Bretlandi og að hann vilji búa þar til æviloka. Í frétt BBC segir að Sinaga hafi búið í grennd við hinsegin hverfi Manchester, á Princess-stræti, og á hann að hafa sagt að í borginni hafi hann getað lifað opið með kynhneigð sína, nokkuð sem hafi verið ómögulegt í heimalandinu. Sinaga er elstur fjögurra systkina og fæddist hann inn í kristna fjölskyldu úr Batak-ættbálknum á eyjunni Súmötru. Faðir hans er auðmaður sem á fjölda útibúa indónesísks einkabanka. Hundruð klukkustunda af myndefni Reynhard Sinaga var handtekinn í júnímánuði 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Við húsleit fann lögregla hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Breskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hana gruni að Sinaga hafi brotið af sér yfir tíu ára tímabil og telji fórnarlömbin mögulega hafa verið mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Var Sinaga þannig aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.
Bretland England Indónesía Tengdar fréttir Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. 6. janúar 2020 13:00