Repúblikanar tilbúnir að hefja réttarhöld yfir Trump án samkomulags Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 10:40 McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að engin ákvörðun um vitnaleiðslur verði tekin fyrr en eftir að réttarhöldin hefjast. Vísir/EPA Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins sem fer með meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings, segist tilbúinn að hefja réttarhöld yfir Donald Trump forseta þrátt fyrir að ekkert samkomulag liggi fyrir á milli flokkanna um hvernig þeim verði háttað. Kæra fulltrúadeildarinnar á hendur Trump fyrir embættisbrot hefur enn ekki verið send öldungadeildinni. Deilur hafa staðið yfir á milli demókrata og repúblikana um hvernig réttarhöldum öldungadeildarinnar yfir Trump verður háttað eftir að fulltrúadeildin samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í desember. Demókratar vilja að vitni verði kölluð til og ný sönnunargögn lögð fram en repúblikanar eru andsnúnir því. Þeir vilja hröð réttarhöld til að sýkna Trump sem fyrst. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, segir að hún muni ekki senda kærurnar til öldungadeildarinnar fyrr en ljóst verði hvernig réttarhöldunum verður háttað. Nú segir McConnell að hann sé reiðubúinn að láta réttarhöldin hefjast án samkomulags á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð til. Hann segist hafa stuðning nægilega margra þingmanna sinna til þess. Samkvæmt áformum hans verður ákvörðun um vitnaleiðslur ekki tekin fyrr en eftir fyrsta hluta réttarhaldanna, að sögn Washington Post. Trump var kærður fyrir embættisbrot í tveimur liðum í fulltrúadeildinni þar sem demókratar fara með meirihluta: annars vegar fyrir að misbeita valdi sínu í samskiptum við úkraínsk stjórnvöld og hins vegar fyrir að hindra rannsókn þingsins með því að koma í veg fyrir að það fengi aðgang að vitnum og gögnum. Enginn þingmaður repúblikana greiddi atkvæði með kærunum. Öldungadeildin réttar um kærur fyrir embættisbrot. Aukinn meirihluti þingmanna þarf að sakfella forsetann til að hann verði fundinn sekur og honum vikið úr embætti. Repúblikanar eru með 53 sæti í öldungadeildinni og tuttugu þeirra þyrftu að hlaupast undan merkjum til að Trump yrði sakfelldur. Afar ólíklegt þykir að það gerist.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira