Sex ára barn í hópi ferðamannanna við Langjökul Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 00:10 Um 200 björgunarsveitarmenn voru kallaðir út vegna björgunaraðgerða á Langjökli auk snjóbíla af höfuðborgarsvæðinu. Hér sést þegar verið er að setja einn þeirra á vörubíl til þess að flytja á staðinn. vísir/jói k. Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Lögreglan metur ástandið við Langjökul alvarlegt. Þar eru 39 ferðamenn strandaglópar ásamt tíu leiðsögumönnum frá ferðaþjónustufyrirtækinu Mountaineers of Iceland. Ferðamennirnir voru í vélsleðaferð með fyrirtækinu á Langjökli í dag og lentu í vandræðum vegna ófærðar og veðurs. Nokkur börn eru í hópi ferðamannanna og er það yngsta sex ára gamalt. Björgunarsveitarmenn eru ekki enn komnir á staðinn en afar slæmt veður er á þessum slóðum og mjög þung færð.Sjá einnig:Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að ferðamennirnir séu nú komnir í skjól í tvo litla bíla. Ekki er hægt að keyra þá í skálann við Skálpanes sem er í um fjögurra kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem fólkið er en að minnsta kosti annar bíllinn er bilaður. Hluti af leiðsögumönnunum bíður eftir aðstoð fyrir utan bílana að sögn Sveins. Búin að vera í vélsleðaferðinni síðan klukkan 13 Sveinn segir lögregluna vita lítið um ástandið á fólkinu en segir að gera megi ráð fyrir því að einhverjir séu með ofkælingu. „Við vitum mjög lítið um ástandið á fólkinu í sjálfu sér og það er kalt og hrakið og búið að vera úti síðan klukkan eitt í dag. Það getur alveg verið orðið kalt og með ofkælingu. Það má gera ráð fyrir því en það er þó ekki vitað,“ segir Sveinn. Aðspurður segir hann fólkið ekki metið í lífshættu eins og er en ástandið sé alvarlegt. Þá staðfestir hann að börn séu í hópi ferðamannanna, það yngsta sex ára gamalt. Gul viðvörun hefur verið í gildi fyrir miðhálendið síðan klukkan 17 í dag en vélsleðaferðin hófst upp úr klukkan 13. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands á veður á svæðinu eftir að versna ef eitthvað er en viðvörunin gildir til klukkan 15 á morgun.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir 39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48 Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
39 ferðamenn grófu sig í fönn við Langjökul Hátt í 100 björgunarsveitarmenn eru nú á leið inn að Langjökli vegna 39 ferðamanna sem lentu þar í vandræðum fyrr í kvöld vegna óveðurs. 7. janúar 2020 20:48
Þrjú ár síðan sama fyrirtæki lagði í afdrifaríka ferð í vonskuveðri við Langjökul Ferðamennirnir 39 sem hundruð björgunarsveitarmanna voru kölluð út í kvöld til að koma til aðstoðar á Langjökli í kvöld voru samkvæmt heimildum Vísis í ferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland. 7. janúar 2020 23:08
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent