Rafmagnslaust á Vesturlandi: „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:58 Rætt var við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins. Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins.
Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira