Rafmagnslaust á Vesturlandi: „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 19:58 Rætt var við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins. Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Rafmagnslaust er á hluta Vesturlands samkvæmt tilkynningakorti á vefsíðu RARIK. Þar kemur fram að rafmagnsbilun sé á Norðurárdalslínu og verið að leita að bilun. Þá er einnig rafmagnsbilun í Eskiholti að Varmalandi og Vatnshömrum í Hafnarskógi. Á þessum tveimur stöðum er einnig verið að leita að því hvar bilunin er. Lægð gengur nú yfir landið með tilheyrandi hvassviðri og ofankomu. Rætt var við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði hann reyna mikið á raforkukerfið í svona veðri. „Það er eitt sem fylgir svona vestanátt að það er selta sem kemur af Grænlandshafi. Við höfum nokkur tilvik um álíka veður á síðustu áratugum og það er mikil áraun á raforkukerfið í svona veðri, bæði vegna seltu en líka vegna vinds, þá sérstaklega á Norður- og Austurlandi og svo er sums staðar ís og krapi sem fylgir,“ sagði Einar. Kort sem sýnir hvar bilanir eru í raforkukerfi RARIK.rarik Veðrið gengur ekki að fullu niður fyrr en síðdegis á fimmtudag að sögn Einars og þangað til mælir hann ekki með því að fólk leggi í langferðir á fjallvegi þar sem veður getur orðið miklu verra í blindbyl. „Hún er nú ekkert grín þessi vestan- og suðvestanátt um hávetur og á eftir djúpri lægð. Nú fer veður versnandi fyrir norðan, það mun blása þar hressilega af vestri í kvöld og fram á nótt og síðar á Austurlandi. Það er nú útlit fyrir það að fjölmargir vegir verði tepptir að minnsta kosti til morguns og ef ekki lengur. Það er nú einu sinni þannig að það gengur á með hryðjum hérna sunnan- og vestan lands en veður á fjallvegum er miklu verra og blindara og ég held að þangað til að þetta er yfirstaðið sem verður sennilega ekki fyrr en á fimmtudag síðdegis að þá hugsi fólk sig vel um áður en það leggur að minnsta kosti í langferðir yfir þessa fjallvegi vegna þess að þetta er alveg alvöruveður,“ sagði Einar.Viðtal Birgis Olgeirssonar, fréttamanns, við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan auk þess sem Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður okkar, ræddi við Ásdísi Ýr Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, um þau árhif sem óveðrið hefur haft á starfsemi flugfélagsins.
Borgarbyggð Orkumál Veður Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira