Doktorsnemi sakfelldur fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. janúar 2020 13:00 Lögreglan í Manchester telur líklegt að Reynhard Sinaga sé einn versti nauðgari sögunnar. Mynd/Lögreglan í Manchester Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér. Bretland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Breskir fjölmiðlar nafngreindu í dag indónesískan doktorsnema sem sakfelldur hefur verið fyrir 159 kynferðisbrot gegn 48 körlum yfir nokkurra ára tímabil, þar af 136 nauðganir. Lögregla telur sig hafa sannanir fyrir því að fórnarlömb hans séu í raun 190. Maðurinn, Reynhard Sinaga að nafni, hefur setið í fangelsi frá því á síðasta ári, en upp komst brotin árið 2017 þegar eitt fórnarlamba hans komst til meðvitundar í miðri árás og hringdi á lögreglu. Í ljós kom að kynferðisbrotamaðurinn hafði tekið upp flest öll kynferðisbrotin og hófst þá umfangsmesta kynferðisbrotarannsókn í sögu Bretlands, að því er fram kemur á vef BBC. Alls hefur verið réttað yfir Sinaga fjórum sinnum frá árinu 2017 vegna brotanna. Dómarar í málunum höfðu hins vegar lagt bann á að nafngreina Sinaga á meðan á réttarhöldunum stóð. Fjórðu réttarhöldunum lauk í dag og var Sinaga dæmdur í lífstíðarfangelsi. Þarf hann að sitja minnst 30 ár í fangelsi auk þess sem að fjölmiðlar fengu leyfi til að nafngreina Sinaga. Myndir úr síma Sinaga voru mikilvæg sönnunargögn í málunum.Mynd/lögreglan í Manchester Sagður hafa einbeitt sér að gagnkynhneigðum körlum Í frétt BBC segir að hinn 36 ára gamli Sinaga hafi setið fyrir fórnarlömbum sínum fyrir utan bari og klúbba í Manchester Þannig hafi hann byrlað þeim ólyfjan, farið með þá heim til sín í íbúð hans þar sem hann braut kynferðislega á fórnarlömbunum á meðan þau voru án meðvitundar. Saksóknari í málinu segir að Sinaga hafi haft dálæti á því að brjóta á gagnkynhneigðum körlum en svo virðist sem að hann hafi tekið upp mörg ef ekki öll brotin sem hann var sakfelldur fyrir. Lögregla komst á snoðir um Sinaga eftir að eitt fórnarlamba hans náði meðvitund á meðan Sinaga var að brjóta á því. Hringdi maðurinn á lögreglu sem handtók Sinaga og fann hundruð klukkustunda af myndefni á síma Sinaga þar sem sjá mátti hann fremja brotin. Lögreglu grunar að Sinaga hafi brotið af sér yfir 10 ára tímabil og telur lögregla fórnarlömbin séu mun fleiri en þau 48 sem vitað er um. Þannig var Sinaga aðeins sakfelldur fyrir brot sem áttu sér stað á árunum 2015 til 2017.Lesa má ítarlega umfjöllun BBC um málið hér.
Bretland Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira