Ronaldo hóf árið með þrennu | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2020 15:45 Ronaldo skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Juventus í deildarleik í dag. vísir/getty Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Juventus vann 4-0 sigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti leikur Juventus á árinu 2020. Með sigrinum komst liðið á topp deildarinnar. Inter getur endurheimt toppsætið með sigri á Napoli í kvöld. Ronaldo kom Juventus yfir á 49. mínútu þegar hann nýtti sér varnarmistök Cagliari. Á 67. mínútu fiskaði Paolo Dybala vítaspyrnu. Ronaldo fór á punktinn og skoraði af öryggi. Gonzalo Higuaín skoraði þriðja mark Juventus á 81. mínútu og aðeins mínútu seinna skoraði Ronaldo þriðja mark sitt og fjórða mark heimamanna. 82' | | CR7 COMPLETES HIS HAT-TRICK!!! @Cristiano#JuveCagliari [4-0] #ForzaJuve@officialpespic.twitter.com/SOVLKLWg2i— JuventusFC (@juventusfcen) January 6, 2020 Þetta var fyrsta þrenna Ronaldos í ítölsku úrvalsdeildinni og í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem hann skorar þrjú mörk eða meira í deildarleik. - Cristiano Ronaldo scores his first hat-trick in a league match since 18 March 2018, when he scored four goals for Real Madrid in a 6-3 home win over Girona FC. #CR7#JuveCagliari— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 6, 2020 Cagliari, sem hefur tapað þremur leikjum í röð, er í 6. sæti deildarinnar. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar Juventus vann 4-0 sigur á Cagliari í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Öll mörkin komu í seinni hálfleik. Þetta var fyrsti leikur Juventus á árinu 2020. Með sigrinum komst liðið á topp deildarinnar. Inter getur endurheimt toppsætið með sigri á Napoli í kvöld. Ronaldo kom Juventus yfir á 49. mínútu þegar hann nýtti sér varnarmistök Cagliari. Á 67. mínútu fiskaði Paolo Dybala vítaspyrnu. Ronaldo fór á punktinn og skoraði af öryggi. Gonzalo Higuaín skoraði þriðja mark Juventus á 81. mínútu og aðeins mínútu seinna skoraði Ronaldo þriðja mark sitt og fjórða mark heimamanna. 82' | | CR7 COMPLETES HIS HAT-TRICK!!! @Cristiano#JuveCagliari [4-0] #ForzaJuve@officialpespic.twitter.com/SOVLKLWg2i— JuventusFC (@juventusfcen) January 6, 2020 Þetta var fyrsta þrenna Ronaldos í ítölsku úrvalsdeildinni og í fyrsta sinn í tæp tvö ár sem hann skorar þrjú mörk eða meira í deildarleik. - Cristiano Ronaldo scores his first hat-trick in a league match since 18 March 2018, when he scored four goals for Real Madrid in a 6-3 home win over Girona FC. #CR7#JuveCagliari— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 6, 2020 Cagliari, sem hefur tapað þremur leikjum í röð, er í 6. sæti deildarinnar. Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti