Erlent

Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Camp Simba í Kenía.
Frá Camp Simba í Kenía. Vísir/EPA

Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni.

Íslamski öfgahópurinn al-Shabab ber ábyrgð á árásinni, að því er fram kemur í frétt BBC af málinu.

Bæði bandarískar og kenískar hersveitir notast við stöðina, Camp Simba, sem staðsett er á kenísku eynni Manda.

Vitni að árásinni segjast hafa heyrt skotið af byssu og að í kjölfarið hafi svartan reyk tekið að stíga upp úr herstöðinni.

Keníski herinn sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem fram kom að fjórir vígamenn al-Shabab-samtakanna hafi verið felldir. Samtökin hafa staðið fyrir hryðjuverkum í Sómalíu og annars staðar á austurströnd Afríku undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×