Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 22:45 Morðið á Quassem Soleimani hefur valdið mikilli ólgu í Írak og Íran. Hér er kistu hans haldið á lofti í Bagdad í dag. Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Abu Ali al-Askari, yfirmaður sérstakra aðgerða hjá Hezbollah, hefur kallað eftir því að allar írakskar hersveitir haldi sig fjarri stöðvum „ameríska óvinarins.“ Þetta sagði hann í ávarpi á sjónvarpsstöðinni Aletejah TV, sem er hliðholl Hezbollah. Í ávarpinu er það brýnt fyrir hersveitum að halda sig í minnst eins kílómetra fjarlægð frá áðurnefndum stöðvum, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. Þetta kemur fram á vef CNN. Þá er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að viðvörunin sé gefin út af öryggisástæðum, þannig að meðlimir írakskra sveita verði ekki „mannlegir skildir fyrir innrássarkrossfara.“ Þá hafa minni hernaðarsamtök, Harakat al-Nujaba, gefið út svipaða yfirlýsingu, þar sem fram kemur að samtökin standi með „bræðrum sínum“ í Hezbollah. Fyrr í dag lentu loftskeyti skammt frá bandaríska sendiráðinu í Bagdad, en sendiráðið tilheyrir svokölluðu grænu svæði, þar sem alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru á undanförnum árum. Engan sakaði í þeirri árás. Talið er að þessi skilaboð gefi vísbendingu um yfirvofandi hefndaraðgerðir Íraka og Írana vegna morðsins á íranska hershöfðingjanum Qassem Soleimani. Hann var felldur í drónaárás á flugstöð í Írak, en Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði árásina. Bandaríkin hafa sent 3000 hermenn til Íraks, til viðbótar við þau nokkur þúsund sem eru þar fyrir, til að bregðast við mögulegum hefndaraðgerðum og óstöðugleika á svæðinu. Þá hafa bandarísk stjórnvöld mælst til þess að bandarískir ríkisborgarar í Írak yfirgefi landið hið snarasta.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. 4. janúar 2020 10:40