Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2020 10:40 Myndin var birt af írönskum stjórnvöldum og er sögð sýna eftirköst drónaárásar Bandaríkjamanna sem drap íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani. Vísir/AP Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að hinn háttsetti íranski hershöfðingi Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á svæðinu neita því að þeir standi á bak við árásina. AP fréttastofan hefur eftir írönskum embættismanni að árásin hafi beinst að tveimur bifreiðum norður af Baghdad. Um borð voru meðlimir hersveitar sem nýtur stuðnings Íransstjórnar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um það hverjir létust í árásinni.Sjá einnig: Óttast hættulegri heim eftir morðið á SoleimaniEinnig hefur íranska ríkissjónvarpið og fjölmiðlaarmur sveitar vopnaðra sjálfboðaliða, sem kallast PopularMobilisationForces, greint frá árásinni. Forsvarsmenn írösku sveitarinnar segja að engir háttsettir leiðtogar hafi fallið í árásinni. Þeir fullyrða að bifreiðarnar hafi einungis flutt heilbrigðisstarfsfólk en ekki leiðtoga líkt og fjölmiðlar hefðu greint frá. Morð Bandaríkjamanna á Soleimani hefur valdið miklum óróleika á svæðinu. Hershöfðinginn var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skilgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkahóp. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna átaka ríkjanna tveggja. Soleimani var á leið frá flugvellinum í íröksku höfuðborginni Bagdad þegar dróni Bandaríkjahers skaut á bílalest hans og er hann talinn hafa látist samstundis. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í gær að árásin hafi gerð til þess að „stöðva stríð.“ Á svipuðum tíma greindi bandaríska dagblaðið TheNew York Times frá því í gær að bandarísk stjórnvöld væru byrjuð að flytja fjögur þúsund hermenn til Mið-Austurlanda.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45 Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu. 3. janúar 2020 15:45
Katrín segir leiðtoga heimsins þurfa að sýna ábyrgð Katrín Jakobsdóttir segir að koma þurfi í veg fyrir frekari stigmögnun spennu við Persaflóa. 4. janúar 2020 00:04
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30