Allt á suðupunkti vegna árásar næturinnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. janúar 2020 19:00 Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina. Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira
Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið á hátt settum hershöfðingja. Bandaríkjamenn gerðu drónaárás á bílalest hans í Írak í nótt og er allt á suðupunkti á milli ríkjanna tveggja. Qasem Soleimani var yfirmaður Quds-herdeildar íranska byltingavarðliðsins og stýrði því hernaðaraðgerðum Írans utan landamæranna. Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Undir handleiðslu hershöfðingjans voru skæruliðasveitir studdar og Íran gerði sig gildandi í Sýrlandi og Írak. Í augum bandarískra stjórnvalda er Quds-herdeildin hryðjuverkasamtök og Soleimani ábyrgur fyrir dauða hundraða Bandaríkjamanna. Íraskir mótmælendur réðust á dögunum að sendiráði Bandaríkjanna í höfuðborginni Bagdad. Að mati bandaríska varnarmálaráðuneytisins lagði Soleimani blessun sína yfir þá árás og önnur árás sögð yfirvofandi. Var því tekin ákvörðun um að drepa Soleimani. Tugir Bandaríkjamanna voru fluttir frá Írak í dag. Soleimani naut vinsælda heima fyrir og söfnuðust þúsundir saman á strætum íranskra borga og syrgðu. Frá því Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta hefur sambandið við Íran versnað til muna. Trump hefur meðal annars rift kjarnorkusamkomulagi við Íran, skilgreint byltingavarðliðið sem hryðjuverkasamtök og sent herlið á Persaflóa. Íranar hafa aftur á móti skotið niður bandarískan dróna og brotið gegn fyrrnefndu kjarnorkusamkomulagi. Nú heita Íranar frekari hefndum. Javad Zarif utanríkisráðherra sagði í morgun að aðgerðir Bandaríkjamanna teldust til hryðjuverka og væru skýrt brot gegn fullveldi Írans. Í ljósi aðstæðna hafa margir rifjað upp að árið 2011 hafi Trump tíst því að Barack Obama, þáverandi forseti, ætlaði í stríð við Íran í von um að tryggja endurkjör sitt. Forsetakosningar fara fram í nóvember í Bandaríkjunum og gefur Trump kost á sér til endurkjörs. Önnur ríki hafa hvatt til stillingar í dag og reynt að draga úr spennunni. Rússar, Tyrkir og Írakar hafa fordæmt árásina.
Bandaríkin Írak Íran Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Sjá meira