Einn af hliðarkvillum velvakandi (woke) samfélags er sú krafa að alltaf eigi að hafa rétt fyrir sér. Þeir sem eru taldir hafa rangt fyrir sér eru gjarnan látnir heyra það á samfélagsmiðlum, annað hvort í athugasemdum eða inni á baktals-bergmálahellum Twitter.
Víða má finna réttlætisriddara sem keppast um að úthúða þeim sem þora að taka þátt í umræðunni. Þegar kemur að valinu um hetju ársins verða téðir réttlætisriddarar þó seint tilnefndir. Hetjur ársins eru þeir sem þora að taka þátt í umræðunni og láta hendur standa framúr ermum.
Við skulum hvetja fólkið í kringum okkur til að stíga út úr þægindarammanum og skora staðnað samfélag á hólm. Hetjur ársins sem var að líða létu reyna á almennar venjur, fyrir hina ýmsu málstaði. Þar mætti telja upp Svein Margeirsson sem hefur verið ákærður fyrir að láta reyna á löggjöf um heimaslátrun, Björgvin Guðmundsson sem lét reyna á persónuverndarlöggjöfina varðandi álagningarskrá ríkisskattstjóra og Elizu Reid, forsetafrú, sem lét reyna á hlutverkaskipan forsetafrúar.
Hvort sem meginatriði gagnrýninnar sé umdeild eða óumdeild, mun eftirlitssveit réttlætisriddara (lesist: andstæðingar málstaðarins) jafnvel leita að formsatriðum sem brotið hefur verið á til að reyna að gjaldfella málflutninginn í heild sinni og hunsa þar með meginatriði málsins. Samfélag sem lítur framhjá meginatriðum og einblínir á formsatriði er uppskrift að stöðnuðu samfélagi. Skiptir þá engu hversu woke við erum.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.

Hugvekja um réttlætisriddara
Skoðun

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar