Það ætlar ekkert að stöðva Luka Doncic hjá Dallas Mavericks í vetur en enn eina ferðina fór hann á kostum í NBA-deildinni.
Að þessu sinni skoraði hann 31 stig, tók 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í sigri Dallas á Brooklyn Nets.
Það var nýbúið að gefa út að hann væri búinn að fá flest atkvæði í stjörnuleikinn ásamt Giannis hjá Milwaukee og það fór augljóslega vel í hann.
Miami heldur áfram að standa sig vel og skellti meisturum Toronto Raptors í nótt. Liðið spilaði frábæra vörn og hélt meisturunum í aðeins 37 stigum í síðari hálfleik. Það lagði grunninn að þessum góða sigri.
Bam Adebayo með 15 stig og 14 fráköst fyrir Miami en Serge Ibaka atkvæðamestur í liði Raptors með 19 stig.
Úrslit:
Cleveland-Charlotte 106-109
Indiana-Denver 116-124
Miami-Toronto 84-76
Chicago-Utah 98-102
Minnesota-Golden State 99-84
Dallas-Brooklyn 123-111
San Antonio-Oklahoma 103-109
Sacramento-Memphis 128-123
LA Clippers-Detroit 126-112
Doncic með enn einn stórleikinn
