Margfalt fleiri einstaklingar kolefnisjafna ferðirnar en ríkið situr eftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. janúar 2020 18:45 Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Ríkisstofnanir eru ekki að kolefnisjafna ferðir sínar á meðan þátttaka almennings og fyrirtækja hefur allt að tífaldast á milli ára. Stjórnarformaður Kolviðar saknar framlags ríkisins. Einstaklingar og fyrirtæki geta reiknað út kolefnisfótspor sitt og greitt í samræmi við það hjá Kolviði, samstarfsverkefni Skógræktarfélags Íslands og Landverndar, eða hjá Votlendissjóði. Þá eru fyrirtæki einnig í samstarfi við Landgræðsluna og skógræktina. Fjöldi þeirra sem kolefnisjafna ferðir sínar hefur aukist gríðarlega. 515 einstaklingar gerðu það hjá Kolviði í fyrra samanborið við 66 árið áður. Þá eru fyrirtækin 75 miðað við 44 árið áður. Þetta var langt fram úr væntingum að sögn Reynis Kristinssonar, stjórnarformanns Kolviðar. „Við gerðum ráð fyrir í fyrra að gróðursetja um 75 þúsund tré til að kolefnisjafna það sem við sáum fyrir okkur. Eftirspurnin var hins vegar um 250 þúsund," segir Reynir. Aukningin er fimmföld milli ára hjá Votlendissjóði. 250 kolefnisjöfnuðu sig í fyrra samanborið við 50 árið áður, en sjóðurinn byrjaði þó einungis að bjóða upp á það um mitt árið. Reynir Kristinsson, stjórnarformaður Kolviðar. Sífellt fleiri fyrirtæki taka þátt. Samkvæmt Olís hafa viðskiptavinir tekið bærilega í að jafna eldsneytiskaupin. Fyrirtækið mun bráðlega taka saman fjárhæðir síðasta árs og skila til Landgræðslunnar. Þá býður Icelandair upp á kolefnisjöfnun og kostar það til að mynda þrjú tré hjá Kolviði, eða um sjö hundruð krónur, að fljúga til Kaupmannahafnar. „Það er mikil umræða um þetta og fyrirtækin vilja standa sig vel og skila af sér samfélagslegri ábyrgð," segir Reynir. Ríkið hefur ekki tekið eins virkan þátt. Samkvæmt upplýsingum frá Kolviði og Votlendissjóði hafa ríkisstofnanir ekki verið að kolefnisjafna ferðir starfsmanna, sem teljast nokkuð algengar. Á árunum 2016-2019 fóru til að mynda einungis starfsmenn Samgöngustofu í 849 utanlandsferðir. „Ríkið er nú aðallega að tala um þetta. Við höfum ekki séð ríkisstofnanir koma inn hjá okkur. Því miður að þá söknum við þess svolítið að fá ekki ráðuneytin og ríkisstofnanir með," segir Reynir.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarnis Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira