Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 13:11 Trump forseti brosir út að eyrum í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída. Fjöldi fjáröflunarviðburða fyrir framboð hans og Repúblikanaflokkinn er haldinn á hótelum og öðrum fyrirtækum forsetans sem hagnast persónulega á sama tíma og hann safnar fé fyrir framboðið. AP/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent