Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 11:33 Óeirðarlögreglumaður beinir skotvopni að mótmælendum í Hong Kong á nýársdag. Vísir/EPA Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong handtók um fjögur hundruð manns á mótmælum sem fóru fram í borginni á nýársdag. Tugir þúsunda manna tóku þátt í áframhaldandi lýðræðismótmælum sem voru friðsöm í fyrstu en leystust upp þegar lögreglumenn skutu táragasi til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka kom fljótlega eftir að lögregla handtók mótmælendur í Wan Chai-hverfinu nærri útibúi HSBC-bankans sem hefur verið skotmark þeirra undanfarið. Hóp svartklæddra mótmælenda dreif að og aðrir mynduðu mannlegar keðju til að flytja vistir og aðra hluti, þar á meðal múrsteina. Lögregla kallaði þá til liðsauka og bað skipuleggjendur mótmælanna um að leysa þau upp. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að flestir hefðu verið handteknir fyrir að taka þátt í ólöglegri samkomu. Fólkið hafi ekki verið handtekið fyrr en eftir að lögregla hafi tilkynnt skipuleggjendum mótmælanna að ráðist yrði í aðgerðir og mótmælendum gefinn kostur á að yfirgefa svæðið. Skipuleggjendur gagnrýna aðgerðir lögreglunnar á móti, sérstaklega að mótmælendum hafi verið gefinn skammur tími til að fara og að þeir hafi verið handteknir af handahófi. Alls hafa um 7.000 manns verið handteknir frá því að regluleg fjöldamótmæli hófust í Hong Kong í júní. Upphaflega beindust mótmælin að umdeildu frumvarpi sem hefði heimilað framsal á Hong Kong-búum til meginlands Kína. Mótmælin héldu áfram eftir að frumvarpið var látið falla niður og snúast kröfur mótmælenda nú um fullt lýðræði og óháða rannsókn á kvörtunum um lögregluofbeldi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Hátíðarhöld í Hong Kong raskast vegna mótmæla Mótmæli í Hong Kong héldu áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. 26. desember 2019 10:58