Aska frá áströlsku kjarreldunum þekur nýsjálenska jökla Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 10:15 Reyk frá gróðureldunum í Ástralíu lagði meira en tvö þúsund kílómetra yfir Tasmaníuhaf og yfir Nýja-Sjáland. Vísir/EPA Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Jöklar og snjór á Nýja-Sjálandi er orðinn brúnn á lit vegna ösku sem kemur frá gróðureldunum sem hafa geisað í Ástralíu svo vikum skiptir. Talið er að öskulagið gæti aukið sumarbráðnun jökla þar um allt að tæpan þriðjung. Reyk frá eldunum í Viktoríu og Nýja Suður-Wales lagði austur á gamlárskvöld og olli mistrið rauðri sólarupprás á Suðureyju Nýja-Sjálands að morgni nýársdags, að sögn The Guardian. Í dag voru svo jöklar og snjór í fjöllum orðinn brúnn á lit vegna ryksins. Andrew Mackintosh, forstöðumaður jarð-, loftslags- og umhverfissrannsókna við Monash-háskóla, segist ekki hafa séð annað eins magn ryks berast yfir Tasmaníuhaf á þeim tuttugu árum sem hann hefur rannsakað nýsjálenska jökla. Gróft áætlað telur hann að rykið gæti aukið bráðnun jöklanna á suðurhvelssumrinu sem nú stendur yfir um 20-30% þar sem dökkt rykið drekkur í sig sólarorku sem hvítt yfirborð þeirra hefði alla jafna endurvarpað. Nýsjálenskir jöklar hafa skroppið saman um tæpan þriðjung frá 8. áratug síðustu aldar. Vísindamenn spá því að þeir hverfi algerlega fyrir lok aldarinnar vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna.Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja Suður-Wales vegna skógar- og kjarreldanna í ljósi slæmrar veðurspár fyrir helgina. Búist er við stífum vindi og hita sem eykur enn hættuna á eldum. Átján manns hafa látið lífið frá því að eldarnir kviknuðu fyrst í Ástralíu í september og um 1.200 heimili hafa orðið þeim að bráð. Hazy sunrises for the North Island today! The main band of smoke has moved north from yesterday, while another band of smoke lingers over the South Island. ^Tahlia pic.twitter.com/eafnnsu89q— MetService (@MetService) January 1, 2020
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38 Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Hefur lýst yfir neyðarástandi í Nýja Suður-Wales Veðurspáin fyrir helgina er slæm, mikill vindur og hiti sem eykur enn á hættuna af eldunum sem brunnið hafa víðsvegar um Ástralíu síðustu mánuði. 2. janúar 2020 06:38
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Átján látnir vegna gróðureldanna Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa. 1. janúar 2020 10:09