Ítalski framherjinn Mario Balotelli er duglegur að koma sér í blöðin og á því verður væntanlega engin breyting þetta árið.
Hann endaði árið 2019 með stæl því er hann kom heim úr gamlárspartíi þá ruglaðist hann eitthvað og klessti á bílskúr nágranna síns.
Balotelli beygði sem sagt ekki inn á sitt plan heldur það næsta. Hugsanlega búinn að fá sér eins og eitt sjampóglas um kvöldið.
Balotelli var á litlum Fiat, sem er nú ónýtur, en leikmaðurinn slapp óskaddaður. Hann var ekkert að láta neinn vita af árekstrinum heldur skildi bílinn eftir hálfan inn í bílskúr nágrannans og labbaði svo heim til þess að leggja sig.
Ónýtur Fiat-bíll Balotelli var fjarlægður morguninn eftir og þetta uppátæki mun líklega kosta hann skildinginn.
Fótbolti