Kurz og Græningjar náðu saman Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2020 07:20 Sebastian Kurz og Werner Kogler í morgun. epa Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10