Ákvörðun ríkisstjórnarinnar álitlegasti kosturinn Sylvía Hall skrifar 14. ágúst 2020 15:27 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Þórólfur Guðnason telur þann kost sem ríkisstjórnin valdi varðandi skimun á landamærunum vera þann álitlegasta. Með þessum hætti sé hægt að takmarka það að veiran berist inn til landsins með ferðamönnum, þó ekki sé hægt að útiloka að slíkt gerist. „Það eru gallar við allt sem okkur datt í hug að gera. Það sýnir bara það að við getum ekki haldið þessari veiru frá Íslandi,“ sagði Þórólfur eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar þar sem breytingar á landamæraskimun voru kynntar. Hann nefnir sem dæmi ný smit í löndum sem hafa gripið til mun harðari aðgerða en Ísland. Til að mynda hefur fjöldi smita greinst í Nýja-Sjálandi eftir rúmlega hundrað daga án nýrra tilfella. Þórólfur segir besta kostinn í stöðunni vera að lágmarka áhættuna með skynsamlegum viðbrögðum á landamærum sem og innanlands. Þórólfur lagði fram níu valmöguleika í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra. Hann segir sínar tillögur byggja á sóttvarnasjónarmiðum en það sé undir ríkisstjórninni komið að leggja mat á kostina með tilliti til annarra hagsmuna. Heildarútkoman sé í þeirra höndum. „Ég tel að þetta muni minnka líkurnar á því að veiran komist hingað inn,“ sagði Þórolfur. Hann segir skimanir á landamærum hafa skilað miklum árangri til þessa. Með því að skima komufarþega við komuna til landsins hafi verið komið í veg fyrir að tæplega fimmtíu virk smit kæmust inn í landið. Hefði það ekki verið gert gæti staðan verið mun alvarlegri í ljósi þess hvernig staðan er núna eftir að eitt afbrigði veirunnar fór að smitast á milli manna. „Við erum að eiga við eina veiru sem einhvern veginn hefur komist inn, við vitum ekki hvernig. Við erum með 120 manns sem hafa smitast af henni og fjórar innlagnir á sjúkrahús, þar af einn á gjörgæslu sem þurfti öndunarvél.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16 Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
Níu útfærslur Þórólfs á aðgerðum á landamærunum Í minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra leggur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fram níu valmöguleika þegar kemur að aðgerðum á landamærunum. 12. ágúst 2020 16:16
Segir koma vel til greina að hækka skimunargjaldið Fjármálaráðherra segir að til greina komi að hækka það gjald sem ferðmenn sem koma til landsins þurfa að greiða.Ríkisstjórn kynnir næstu skref vegna skimunnar á landsmærum í Safnahúsinu í dag. 14. ágúst 2020 12:00