Heiðarlegra að tala um lokun landsins Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 16:30 Starfsmenn ferðaþjónustunnar óttast að það fækki aftur í Leifsstöð frá og með næsta miðvikudegi þegar nýju reglurnar taka gildi. vísir/vilhelm Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til sögunnar í dag. Frá og með næsta miðvikudegi skulu öll sem koma til Íslands fara í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví. Ferðaþjónustan telur kvaðirnar samsvara því að landinu hafi verið lokað aftur fyrir ferðamönnum. Fáum hugnist að koma hingað til lands til þess eins að loka sig af í fjóra til fimm daga. Þau sem láta sig málið varða í Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni greinarinnar eru rædd á Facebook, eru þannig á einu máli um að ákvörðunin sé áfall. Eftir að komum ferðamanna hafði farið að fjölga aftur frá 15. júní, þegar farið var að skima á landamærunum, sé viðbúið að straumurinn stoppi í næstu viku þegar nýju kvaðirnar taka gildi. „Þetta er svakalegt högg,“ segir einn og annar talar um „hrikalegt ástand.“ Pétur Óskarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtæksins Katla-DMI, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með stjórnvöld. „Það var búið að segja að framhaldið myndi byggja á reynslu og þekkingu síðustu vikna. Nú virðist óttinn hafa náð yfirhöndinni,“ segir Pétur. Óðinn Kári Karlsson segir ljóst að enginn ferðamaður muni sækjast eftir ferðum hingað úr þessu. „Það væri miklu einfaldara fyrir alla ef stjórnvöld segðu bara að landinu væri lokað,“ segir Óðinn og Sverrir Herbertsson hjá gistiheimilinu á Flúðum er sama sinnis: „Það er verið að loka ferðaþjónustunni. Skimun og svo 4-5 daga sóttkví og aftur skimun? Það verða 100% afbókanir.“ Uppsagnir framundan Þeir eru ekki einir um þessa skoðun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ljóst að ferðamenn komin ekki til landsins til að sitja í sóttkví. „Það er búið að loka íslenskri ferðaþjónustu, það er bara þannig,“ segir Jóhannes í samtali við mbl. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en afbókanir fari að hrúgast inn á næstu mínútum. Að sama skapi telur Jóhannes ljóst að sóttvarnasjónarmið hafi ein ráðið för og ekki hafi verið tekið mið af hinum hagrænu. Viðbúið sé að vandi fyrirtækja muni aukast og fleirum verði sagt upp. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, telur landinu hafa verið lokað.VÍSIR/ARNAR Eitt lokaðasta land í Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þó á fundi dagsins að hagfræðileg greining sem gerð hefur verið beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Þá leggur stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann orð í belg og teflir fram alþjóðlegum samanburði. „Landinu lokað. Kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á milli er jú eiginleg lokun. Ísland verður því líkast til á meðal allra lokuðustu landa í vestur Evrópu,“ skrifar Eiríkur. Mannréttindi eru honum jafnframt hugfólgin. „Sjálfum þykir mér áhugaverðast hversu umræðulítið er hægt að víkja frá almennum mannréttindum á borð við ferðafrelsi. Vísað er til álitaefna hvað varðar heilbrigði og hagmál en einstaklingsbundin mannréttindi, svo sem frelsi fólks, er varla nefnt. Umhugsunarvert allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Þungt hljóð er í íslenskri ferðaþjónustu þessa stundina eftir að ný útfærsla á landamæraskimun var kynnt til sögunnar í dag. Frá og með næsta miðvikudegi skulu öll sem koma til Íslands fara í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví. Ferðaþjónustan telur kvaðirnar samsvara því að landinu hafi verið lokað aftur fyrir ferðamönnum. Fáum hugnist að koma hingað til lands til þess eins að loka sig af í fjóra til fimm daga. Þau sem láta sig málið varða í Baklandi ferðaþjónustunnar, þar sem málefni greinarinnar eru rædd á Facebook, eru þannig á einu máli um að ákvörðunin sé áfall. Eftir að komum ferðamanna hafði farið að fjölga aftur frá 15. júní, þegar farið var að skima á landamærunum, sé viðbúið að straumurinn stoppi í næstu viku þegar nýju kvaðirnar taka gildi. „Þetta er svakalegt högg,“ segir einn og annar talar um „hrikalegt ástand.“ Pétur Óskarsson, eigandi ferðaþjónustufyrirtæksins Katla-DMI, getur ekki leynt vonbrigðum sínum með stjórnvöld. „Það var búið að segja að framhaldið myndi byggja á reynslu og þekkingu síðustu vikna. Nú virðist óttinn hafa náð yfirhöndinni,“ segir Pétur. Óðinn Kári Karlsson segir ljóst að enginn ferðamaður muni sækjast eftir ferðum hingað úr þessu. „Það væri miklu einfaldara fyrir alla ef stjórnvöld segðu bara að landinu væri lokað,“ segir Óðinn og Sverrir Herbertsson hjá gistiheimilinu á Flúðum er sama sinnis: „Það er verið að loka ferðaþjónustunni. Skimun og svo 4-5 daga sóttkví og aftur skimun? Það verða 100% afbókanir.“ Uppsagnir framundan Þeir eru ekki einir um þessa skoðun. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, telur ljóst að ferðamenn komin ekki til landsins til að sitja í sóttkví. „Það er búið að loka íslenskri ferðaþjónustu, það er bara þannig,“ segir Jóhannes í samtali við mbl. Hann gerir ekki ráð fyrir öðru en afbókanir fari að hrúgast inn á næstu mínútum. Að sama skapi telur Jóhannes ljóst að sóttvarnasjónarmið hafi ein ráðið för og ekki hafi verið tekið mið af hinum hagrænu. Viðbúið sé að vandi fyrirtækja muni aukast og fleirum verði sagt upp. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, telur landinu hafa verið lokað.VÍSIR/ARNAR Eitt lokaðasta land í Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði þó á fundi dagsins að hagfræðileg greining sem gerð hefur verið beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Þá leggur stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann orð í belg og teflir fram alþjóðlegum samanburði. „Landinu lokað. Kröfur um tvöfalda skimun og sóttkví á milli er jú eiginleg lokun. Ísland verður því líkast til á meðal allra lokuðustu landa í vestur Evrópu,“ skrifar Eiríkur. Mannréttindi eru honum jafnframt hugfólgin. „Sjálfum þykir mér áhugaverðast hversu umræðulítið er hægt að víkja frá almennum mannréttindum á borð við ferðafrelsi. Vísað er til álitaefna hvað varðar heilbrigði og hagmál en einstaklingsbundin mannréttindi, svo sem frelsi fólks, er varla nefnt. Umhugsunarvert allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira