Harry prins segist ekki hafa haft um neitt annað að velja en að stíga til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. janúar 2020 23:30 Hertogahjónin af Sussex. Vísir/getty Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Harry prins segir að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar.Þetta kom fram í ræðu sem Harry hélt á góðgerðarviðburði í London í dag, degi eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti að samþykkt hafi verið að Harry og eiginkona hans, Meghan Markle, myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni. Það kom mjög á óvart þegar Harry og Markle tilkynntu um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar, þó að svo virðist sem að niðurstaða hafi fengist í málið, eftir samráð æðstu meðlima konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni, það væru þung skref en nauðsynleg engu að síður. Sagði Harry að hann og Markle hafi rætt málið ítarlega undanfarna mánuði og að þetta væri niðurstaðan. „Ég veit að ég hef ekki alltaf haft rétt fyrir mér en hvað þetta varðar, þá var þetta það eina í stöðunni,“ sagði Harry. Bætti hann við að upphaflega hafi þau ætlað sér að halda áfram að þjóna drottningunni, breska samveldinu, án þess þó að þiggja fjármuni frá hinu opinbera. Sagði Harry að sér þætti það leitt að sá möguleiki hafi ekki verið í boði. „Ég vona að með því að stíga þetta skref til baka frá því eina sem ég hef kynnst á ævinni, geti ég stigið skref fram á við í það sem ég vona að verði friðsælla líf,“ sagði Harry en ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan. View this post on Instagram at tonight’s dinner for supporters of Sentebale in London Video © SussexRoyalA post shared by The Duke and Duchess of Sussex (@sussexroyal) on Jan 19, 2020 at 2:00pm PST
Bretland Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06 Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59 Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45 Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
Harry og Meghan fá aðlögunartímabil Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada. 13. janúar 2020 18:06
Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni. 18. janúar 2020 18:59
Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. 14. janúar 2020 13:45
Starfsfólk Meghan og Harry fært til í starfi Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum. 18. janúar 2020 09:45