Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 13:02 vísir/vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“ Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“
Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30
Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20