Væta, hláka og leysingar í dag Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 07:28 Snjó hefur víða tekið upp í hlýindum og úrkomu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Líkur eru taldar á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun eftir sunnan hvassviðri eða storm sem gekk yfir landið í nótt. Gular- og appelsínugular viðvaranir vegna veðurs verða áfram í gildi fram á kvöldið. Sérstaklega er búist við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á Suðausturlandi. Þá eru taldar líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Varað er við því að flughálka geti myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar við bætist hvass vindur verði aðstæður til aksturs varasamar. Ganga þurfi úr skugga um að fráveitukerfi virki til að forðast vatnstjón í vætu og hláku dagsins. Nú í morgun voru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna storms fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið. Við tekur gul viðvörun fram eftir degi á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá tók gul viðvörun gildi vegna suðvestan hvassviðris eða storms á Austurlandi að Glettingi klukkan fimm í morgun og gildir fram á kvöld. Á Suðausturlandi er varað við mikilli rigningu til klukkan níu í morgun. Búist er við sunnan og suðvestan 18-25 m/s með vætu í dag en rofa á til austanlands eftir hádegið. Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig, hlýjast á Austurlandi. Í kvöld er gert ráð fyrir suðvestan 13-20 m/s með slydduéljum á vesturhelmingi landsins og kólnandi veðri. Á morgun er spáð suðvestan 15-23 m/s og víða éljum. Bjart á að vera á austanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki. Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira
Líkur eru taldar á töluverðum vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og á morgun eftir sunnan hvassviðri eða storm sem gekk yfir landið í nótt. Gular- og appelsínugular viðvaranir vegna veðurs verða áfram í gildi fram á kvöldið. Sérstaklega er búist við auknu afrennsli á norðanverðu Snæfellsnesi, svæðinu í kringum Mýrdalsjökul og á Suðausturlandi. Þá eru taldar líkur á vatnavöxtum í Skagafirði og Eyjafjarðará vegna snjóbráðar í kjölfar hækkandi hita og hvassra vinda. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Varað er við því að flughálka geti myndast þegar blotnar á svelli eða þjöppuðum snjó. Þegar við bætist hvass vindur verði aðstæður til aksturs varasamar. Ganga þurfi úr skugga um að fráveitukerfi virki til að forðast vatnstjón í vætu og hláku dagsins. Nú í morgun voru appelsínugular viðvaranir í gildi vegna storms fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Miðhálendið. Við tekur gul viðvörun fram eftir degi á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þá tók gul viðvörun gildi vegna suðvestan hvassviðris eða storms á Austurlandi að Glettingi klukkan fimm í morgun og gildir fram á kvöld. Á Suðausturlandi er varað við mikilli rigningu til klukkan níu í morgun. Búist er við sunnan og suðvestan 18-25 m/s með vætu í dag en rofa á til austanlands eftir hádegið. Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig, hlýjast á Austurlandi. Í kvöld er gert ráð fyrir suðvestan 13-20 m/s með slydduéljum á vesturhelmingi landsins og kólnandi veðri. Á morgun er spáð suðvestan 15-23 m/s og víða éljum. Bjart á að vera á austanverðu landinu og hiti nálægt frostmarki.
Veður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær grænt ljós fyrir dómi Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Sjá meira