Fyrsti báturinn kominn á land Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. janúar 2020 20:37 Unnið er á fullu. Mynd/Aðsend Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Vinna hófst í dag við að ná bátunum upp úr höfninni á Flateyri eftir snjóflóðin í vikunni. Hafnarstjóri segir verkið hafa gengið vel í dag en það ræðst af veðri hversu langan tíma það mun taka að klára að hreinsa höfnina. Líkt og kunnugt er varð mikið tjón á mörgum af þeim bátum sem voru í höfninni á Flateyri þegar snjóflóðin féllu í vikunni. Ljóst er að tjónið er mikið fyrir atvinnulíf í þorpinu en í dag var hafist handa við að hreinsa upp úr höfninni. Hópur kafara, björgunarsveitir og áhöfn varðskipsins Þórs eru meðal þeirra sem taka þátt í aðgerðunum. „Það hefur gengið bara mjög vel, þetta er allt samkvæmt áætlun og í morgun, rétt fyrir hádegið, þá kom hingað norska skipið Fosnakongen sem er með gríðarlega öflugan lyftibúnað og það er verið bara að vinna í því núna að lyfta bátnum,“ sagði Guðmundur þegar fréttastofu bar að garði í dag. Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar.Vísir/Skjáskot Hann segir erfitt að segja til um hversu langan tíma verkið mun taka. „Þetta er nú svo sem ekki hægt að vinna eftir einhverri forskrift en í dag er veðrið með okkur og vonandi gengur það vel en því miður þá er þetta mjög veðurháð framkvæmd og spáin er ekki góð fyrir morgundaginn og mánudaginn. Vonandi að sem mest klárist í dag, við erum heppin ef við náum einum bát og mjög heppin ef við getum kannski tekið bát númer tvö,“ sagði Guðmundur en áhersla er lögð á að ná plastbátunum upp fyrst áður en að versta veðrið skellur á. Á fréttavef BB segir að tekist hafi að ná bátnum Blossa ÍS á land á áttunda tímanum í kvöld. Hann segir olíumengun frá bátunum mun minni en óttast var í fyrstu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira