Hafnarfjarðarkirkja þéttsetin eftir slysið Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. janúar 2020 19:15 Fjölmennt var í Hafnarfjarðarkirkju. Vísir/Sigurjón Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja. Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
Hafnarfjarðarkirkja var þéttsetin nú undir kvöld þegar fram fór bænastund vegna drengjanna þriggja, sem slösuðust þegar bíll þeirra fór út af í Hafnafjarðarhöfn í gærkvöld. Tveir drengjanna liggja á gjörgæslu og er ástand þeirra sagt alvarlegt. Tilkynning um að lítill jepplingur hafi farið fram af Óseyrarbryggju Hafnarfirði barst lögreglu skömmu eftir klukkan níu í gærkvöld. Þrír piltar voru í bilnum og var ljóst frá fyrstu stundu að um mjög alvarlegt slys var að ræða. Fjölmennt lið viðbragðsfólks sent að höfninni; fulltrúar lögreglu, slökkviliðs, landhelgisgæslu og björgunarsveita. Þannig komu alls átta kafarar að aðgerðum gærkvöldsins með beinum hætti, þar af voru þrír björgunarkafarar slökkviliðs sem hjálpuðu drengjunum upp úr ísilögðum sjónum, en tveir þeirra sátu enn fastir í jepplingnum þegar kafara bar að garði. Þeim þriðja hafði tekist að komast úr bílnum af sjálfsdáðum. Fimm sjúkrabílar voru auk þess kallaðir út, auk dælu- og körfubíls og þá var björgunarbátur á vegum Landsbjargar innan handar. Bíll drengjanna var hífður upp úr höfninni upp úr miðnætti. Lágur kantur er á Óseyrarbryggju, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu uppfyllir bryggjan öll öryggisskilyrði. Piltarnir voru allir fluttir á slysadeild til aðhlynningar; þegar þangað var komið voru tveir þeirra fluttir á gjörgæsludeild og segir lögreglan ástand þeirra alvarlegt. Þriðji drengurinn var lagður inn á aðra deild spítalans og er líðan hans sögð eftir atvikum. Boðað var til bænastundar vegna slyssins í Hafnarfjarðarkirkju klukkan fimm síðdegis, en Fríkirkja bæjarins var jafnframt opnuð á öðrum tímanum í nótt þar sem fólki bauðst sálrænn stuðningur. Bekkir Hafnafjarðarkirkju voru þéttsettnir fjölskyldu, vinum og skólafélögum. Prestar hvöttu viðstadda til að halda þétt um hvert annað, tala saman um tilfinningar sínar og að styðja við fjölskyldur drengjanna þriggja.
Hafnarfjörður Samgönguslys Tengdar fréttir „Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44 Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31 Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Fleiri fréttir Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Sjá meira
„Oft ágætt að fólk komi saman og spjalli eftir atvik eins og þetta“ Boðað hefur verið til bænastundar í Hafnarfjarðarkirkju í dag vegna slyssins sem varð við Óseyrarbryggju í gærkvöld. 18. janúar 2020 13:44
Opna Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði Bíllinn sem hafnaði í Hafnarfjarðarhöfn við Óseyrarbryggju í kvöld var nú skömmu eftir miðnætti hífður upp úr sjónum með kranabíl. Samkvæmt heimildum fréttastofu opnuðu prestar í Hafnarfiði Fríkirkjuna vegna slyssins á Óseyrarbryggju í kvöld. Rauði krossinn á Íslandi var til til aðstoðar til að veita sálrænan stuðning. 18. janúar 2020 00:31
Tveir piltanna sem lentu í sjónum sagðir í alvarlegu ástandi Líðan þriðja piltins er sögð eftir atvikum. Piltarnir þrír voru í jeppling sem fór fram af Óseyrarbryggju og hafnaði í sjónum. 18. janúar 2020 10:27