Alls hafa tíu skjálftar að stærð 3 eða meira orðið á Reykjaneshrygg í dag, sá stærsti mældist 4 að stærð.
Hann varð klukkan 14.17 í dag en nokkrum mínútum áður varð jarðskjálfti að stærðinni 3,8.
Alls hafa 88 jarðskjálftar mælst á Reykjaneshrygg síðustu 48 klukkustundirnar, þar af 33 stærri en 2 að stærð.
Tíu skjálftar þrír að stærð eða meira á Reykjaneshrygg síðdegis
