Erdogan varar Evrópu við líbískri ógn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. janúar 2020 15:50 Erdogan Tyrklandsforseti segir að Evrópa þurfi að gæta sín vegna nýrra ógna í Líbíu. getty/Sean Gallup Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, varar við því að Evrópu muni stafa ógn af hryðjuverkasamtökum falli ríkisstjórn Líbíu í Trípólí sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Erdogan sagði í grein, sem var birt í Politico kvöldið áður en friðarviðræður á milli stríðandi fylkinga í Líbíu áttu að hefjast í Berlínarborg, að Evrópusambandið hefði brugðist ríkisstjórninni (GNA) og þar með „svikið eigin grunngildi, þar á meðal lýðræði og mannréttindi.“ Ríkisstjórnin, undir stjórn Fayez al-Sarraj, hefur tekist á við vígasveitir stríðsherrans Khalifa Haftar síðan í apríl í fyrra en hersveitir hans halda til í austurhluta landsins. Meira en 280 almennir borgarar og tvö þúsund hermenn hafa látið lífið í átökunum og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín. „Evrópa mun standa frammi fyrir nýjum vandamálum og ógnum ef viðurkennd ríkisstjórn Líbíu fellur,“ skrifaði Erdogan. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti (t.h.) og Fayez al-Sarraj, forseti Líbíu (t.v.)epa/ TURKISH PRESIDENT PRESS OFFICE H „Hryðjuverkasamtök líkt og ISIS og al-Qaida, sem sigrast var á í Sýrlandi og Írak, munu finna frjóan svörð til að koma sér aftur á fætur.“ Leiðtogar Rússlands, Tyrklands og Frakklands munu á morgun mæta til Berlínar til að taka þátt í friðarviðræðunum, sem haldnar eru af Sameinuðu þjóðunum. Vonast er til þess að erlend stórveldi sem eru áhrifamikil á svæðinu heiti því að hætta að skipta sér af átökunum, sama hvort það eigi við vopnaviðskipti, að útvega herafla eða með fjármögnun. Einnig munu leiðtogar beggja fylkinga, Haftar og Sarraj, vera viðstaddir fundinum sem er sá stærsti um átökin síðan 2018. Stríð hefur geisað milli tveggja hliða í Líbíu síðan 2011 þegar andspyrnuhreyfing, sem hlaut stuðning NATO, kom einræðisherranum Muammar Gaddafi fyrir kattarnef og lauk þar með harðstjórn hans. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Sarraj sé viðurkennd af Sameinuðu þjóðunum, hafa einhverjar stórþjóðir hundsað það og stutt Haftar. Stríðið er því ekki bara á milli stríðandi fylkinga innan ríkisins heldur eru erlend stórveldi nú að fjárfesta í því til að tryggja eigin hagsmuni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03
Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Forsetarnir tveir eru einnig sagðir ætla að ræða frið í Líbíu þangað sem Tyrkir sendu herlið á dögunum. 8. janúar 2020 11:15