Átta af hverjum tíu ánægð með Guðna Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. janúar 2020 06:35 Guðni Th. Jóhannesson fær sér kökusneið þegar afmæli þeirra Íslendinga sem urðu 100 ára í fyrra var fagnað á Hrafnistu. Vísir/vilhelm Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Áttatíu prósent aðspurðra eru ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar, þar af er rúmlega helmingur mjög ánægður. Ánægjan er mest meðal stuðningsfólks Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar, en minnst á meðal Sjálfstæðisfólks og stuðningsmanna Miðflokksins. Könnunin, sem Fréttablaðið lét framkvæma dagana 10. til 15. janúar, ber einnig með sér að ekki sé marktækur munur á ánægju með störf forsetans eftir aldri. Konur eru örlítið ánægðari með Guðna en karlar, rétt eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu í samanburði við landsbyggðina. Fólk með hærri menntun og tekjur er jafnframt ánægðara með störf forsetans. Í samtali við blaðið segist Guðni að vonum þakklátur fyrir velvildina og stuðninginn. Hann sinni sínum störfum eftir bestu getu og samviku. „Blessunarlega hafa Íslendingar yfirleitt verið sáttir við sinn þjóðhöfðingja þótt þeir hafi ekki allir verið steyptir í sama mót, eða kannski vegna þess,“ segir Guðni um niðurstöðurnar.Sjá einnig: Guðni gefur aftur kost á sérMesta ánægjan með störf hans er meðal borgarstjórnarflokkanna og Framsóknar, en meðal kjósenda þeirra er ánægjan á bilinu 95 til 97 prósent. Þannig mældist engin óánægja meðal Samfylkingar-, Viðreisnar- og Framsóknarfólks. Sem fyrr segir er stuðningsfólk Miðflokks og Sjálfstæðisflokks minnst hrifið af störfum forsetans. Rúmlega 70 prósent Sjálfstæðisfólks er ánægt með Guðna en aðeins 34 prósent stuðningsmanna Miðflokksins. Fyrsta kjörtímabili Guðna lýkur í sumar og sagðist hann í nýársávarpi sínu ætla að sækjast eftir endurkjöri. Enginn hefur enn sem komið er lýst formlega yfir mótframboði en dómsmálaráðuneytið fékk tæplega 400 milljónir króna á síðustu fjárlögum til að standa straum af kostnaði við mögulegar kosningar.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira