Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. Flateyrarvegur sem leiðir eins og nafnið gefur til kynna inn á Flateyri er enn lokaður en til stendur að opna fyrir umferð á fimmta tímanum. Unnið er að snjómokstri.
Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, var á ferðinni á Flateyri í dag. Hann var með myndavélina á lofti og tók myndir sem sjá má hér að neðan.







