Attenborough segir komið að ögurstundu fyrir loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 16. janúar 2020 12:35 Attenborough, sem er 93 ára gamall, er dáður um allan heim fyrir fjölda náttúrulífsþátta sem hann hefur kynnt um áratugaskeið. Vísir/EPA Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Breski náttúrufræðingurinn og dagskrárgerðarmaðurinn David Attenborough segir að þjóðir heims hafi dregið lappirnar of lengi í að bregðast við loftslagsbreytingum af völdum manna og að „komið sé að ögurstundu“. Því lengur sem beðið sé með aðgerðir, þeim mun erfiðara verði að ná árangri. Í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC segir Attenborough að það sé „augljós þvæla“ að sumir stjórnmálamenn og álitsgjafar haldi því fram að gróðureldar sem hafa geisað í Ástralíu tengist ekki hlýnandi loftslagi jarðar. „Í þessum töluðu orðum brennur Suðaustur-Ástralía. Hvers vegna? Vegna þess að hitastig jarðar hækkar,“ segir Attenborough og bendir á að menn viti fullvell að athafnir manna valdi hnattrænni hlýnun. Gagnrýnir hann að lítill árangur hafi orðið af viðræðum ríkja heim um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Síðasti loftslagsfundur Sameinuðu þjóðanna sem fór fram í Madrid í desember þótti misheppnaður. „Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa og það sem meira er, þá vitum við hvernig á að gera það. Það er það þversagnarkennda, að við neitum að stíga þau skref sem við vitum að verður að taka,“ segir náttúrufræðingurinn heimsþekkti. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við 2°C fyrir lok aldarinnar og helst 1,5°C. Miðað við núverandi losun gæti hlýnun aftur á móti frekar náð 3°C eða meira. Vísindamenn vara við því að með áframhaldandi hlýnun verði skæðar hitabylgjur, þurrkar, úrhelli og veðuröfgar tíðari og að strandsvæði verði í vaxandi hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. „Hvert ár sem líður þýðir að erfiðara og erfiðara verður að ná þessum skrefum,“ segir Attenborough.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45 Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03 Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku Sjá meira
Heitustu tíu ár sögunnar Síðustu tíu ár eru þau heitustu frá því að mælingar hófust. Af þeim árum eru átta af tíu heitustu árum sögunnar. 15. janúar 2020 16:45
Telja 2019 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga Í Evrópu var árið það hlýjasta frá upphafi mælinga en þar ollu hitabylgjur á meginlandinu meðal annars usla í sumar. 8. janúar 2020 15:03
Telja að hitamet hafi verið slegið í höfunum í fyrra Sjávarhiti er talinn einn skýrasti mælikvarðinn á hnattræna hlýnun af völdum manna. Undanfarin tíu ár eru þau hlýjustu í hafinu frá því að mælingar hófust. 14. janúar 2020 12:22