„Einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 11:44 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í morgun. vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna. Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það sé einu húsi of mikið að snjóflóð sem féll úr Innra-Bæjargili á Flateyri á tólfta tímanum í gærkvöldi hafi lent á íbúðarhúsinu við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en var bjargað af björgunarsveitarmönnum í bænum og slapp með skrámur. Áslaug segir viðbragðsaðila hafa unnið þrekvirki. „Þetta var algjört þrekvirki sem þeir unnu, og eru áfram að vinna, að bjarga þarna stúlku. Það er auðvitað einu húsi of mikið að snjóflóðið náði þangað inn og það þarf auðvitað að kanna hvað hægt er að gera betur og hvernig viðbrögðum verður áfram háttað,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu í morgun eftir fund með viðbragðsaðilum í samhæfingarmiðstöð almannavarna. Tvö flóð féllu á Flateyri í nótt og eitt á Suðureyri. Flóðið sem fór á íbúðarhúsið við Ólafstún fór yfir varnargarðinn sem reistur var í bænum í kjölfar mannskæðs snjóflóðs árið 1995. Aðspurð sagði Áslaug Arna eðlilegt að skoða varnargarðana og þessi mál frekar í kjölfar flóðanna í gær. „Vegna þessa snjóflóðs og svo þarf auðvitað fyrst og fremst að gæta að þeirri hættu sem er áframhaldandi og skoða alla mögulega þætti þess hvar snjóflóð geta komið áfram næstu daga og hvernig veðrið verður áfram.“ Bent hefur verið á það að uppbygging á ofanflóðavörnum hafi tafist á landinu. Áslaug sagði varnargarða vegna snjóflóða eitt af því sem verði skoðað nú í kjölfarið. „Já, við þurfum að funda um alla hluti þessa máls hvernig þetta gekk í nótt og hvað varðar alveg fjölda atriða og mála. Eitt af þeim málum eru auðvitað varnargarðarnir og þær spurningar sem munu vakna upp vegna þessa. En það er líka ljóst að þeir virkuðu að mörgu leyti vel og beindu snjóflóðunum í aðra átt en einu húsi samt of mikið,“ sagði Áslaug Arna.
Almannavarnir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira