„Í dag erum við öll Vestfirðingar“ Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 15. janúar 2020 10:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíðinni í morgun. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sat fund í samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógarhlíð í morgun með viðbragðsaðilum vegna snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og Suðureyri í gærkvöldi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sat einnig fundinn. Fréttastofa ræddi við Katrínu eftir fundinn sem sagði ljóst að þarna hefðu orðið miklar hamfarir og að tryggja yrði áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum. Hún sagði að á fundinum hefði verið farið stöðuna frá miðnætti. Það hefði legið fyrir að búið var að spá slæmu veðri. Mikilvægt var að búið var að senda varðskipið Þór vestur þannig að það gat brugðist við og ferjað björgunarsveitarmenn inn á Flateyri. „Allir viðbragðsaðilar hafa verið á fullu og það er verið að setja upp fjöldahjálparstöð eins og hefur komið fram. Það er ljóst auðvitað og ég held að ég tali fyrir hönd okkar allra að atburðirnir 1995 rifjast auðvitað upp fyrir okkur öllum og ég held að það sé ljóst að við verðum að tryggja áfallahjálp fyrir alla íbúa á svæðunum því þetta er auðvitað stórflóð, miklar hamfarir sem þarna hafa orðið, þótt það sé um leið mikil blessun að ekkert manntjón hafi orðið,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu laust fyrir klukkan 10 í morgun. 25 ár eru síðan tuttugu manns fórust í snjóflóði sem féll á Flateyri þann 26. október 1995. Þá sagði hún að enn yrði að hafa varann á því enn væri mjög vont veður. Áfram væri fylgst með stöðunni. „Það er erfitt að meta stöðuna í fjöllunum fyrr en það birtir þannig að þó að, eins og ég segi, ekkert manntjón hafi orðið þá er ekki tímabært að slaka á. Við þurfum að vera á vaktinni áfram. Síðan er alveg ljóst, og það mun auðvitað koma til kasta til réttra aðila, að það hefur orðið mikið eignatjón. Það verður auðvitað farið yfir það á réttum vettvangi í kjölfarið og ekki hægt að meta í raun og veru hvert það tjón er enn þá,“ sagði Katrín.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka vel á móti sendiherraefninu Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira