Sportpakkinn: Belo er fæddur í Ungverjalandi en heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:00 Zoltán Belányi eða Belo eins og hann er jafnan kallaður. Mynd/S2 Sport Zoltán Belányi var lengi í hópi allra bestu hornamanna íslensku deildarinnar og fékk seinna íslenskan ríkisborgararétt. Zoltán er hins vegar fæddur í Ungverjalandi og þekkir vel til handboltans þar. Fram undan er leikur Íslands og Ungverjalands á EM og Arnar Björnsson heyrði í kappanum. Zoltán Belányi varð tvisvar markakóngur á Íslandsmótinu í handbolta sem leikmaður ÍBV og Íslandsmeistari undir stjórn Guðmundar Guðmundsson með Fram. Zoltán Belányi er fæddur í Ungverjalandi en kom 23 ára gamall til Íslands.Meiddist á fyrstu landsliðsæfingu Zoltán Belányi lék á sínum tíma 25 landsleiki fyrir Ungverja en sagði Arnari Björnssyni frá því þegar hann meiddist á landsliðsæfingu. „Árið 1995 þegar HM var hér á Íslandi þá fékk ég ekki íslenskan ríkisborgararétt og var boðið í ungverska landsliðið. Svo var ég mjög óheppinn og sleit krossbandið á fyrstu landsliðsæfingunni. Ég kom síðan heim til Íslands og fór í aðgerð,“ sagði Zoltán Belányi en hvernig kom það til að hann fór til Íslands. „Árið 1991 kom Sigurður Gunnarsson, vinur minn, út í háskóla þar sem ég var á lokaári. Hann bauð mér samning og ég stökk á það, fór til Vestmannaeyja og spilaði þar í sjö ár,“ sagði Zoltán og varð markakóngur bæði tímabilin 1996-97 og 1997-98. Ungverjar urðu í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu fyrir ári, sæti ofar en Íslendingar. Miklar breytingar hafa orðið hjá Ungverjum. 9 leikmenn sem léku með liðinu á HM fyrir ári eru ekki með núna. 9 af þeim 17 sem eru í hópnum núna eru 24 ára eða yngri.Ungverjar bjuggust ekki við þessari velgengni „Margir í Ungverjalandi bjuggust ekki við þessari velgengni. Þeir voru að spila vel á móti Rússum og Dönum. Ég talaði við vini mína úti og þeir sögðu að ungverska liðið hafði spilað sama leikkerfi í báðum leikjum og gert það vel. Þeir spila skipulagðan bolta og eru ekki sveiflukenndir. Leikmenn liðsins hafa verið traustir og þeir hafa sett leikina báða mjög vel upp,“ sagði Zoltán. Þjálfarinn, István Gulyás tók við liðnu í fyrra en Belo var með honum í unglingalandsliðinu á sínum tíma. „Hann var miðjumaður og ég var í horninu. Ég var að vonast til þess að þetta gengi vel hjá honum og það lítur út fyrir að hann sé búinn að setja saman gott lið. Leikmenn og stjórnin treystir honum og ég held að þetta muni ganga vel hjá honum,“ sagði Zoltán.Spilaði með Alexander í Gróttu Zoltán Belányi spilaði á sínum tíma með Alexander Petersson í íslensku deildinni. „Ég var í Gróttu þegar hann kom með vini sínum og við spiluðum tvö til þrjú ár saman í Gróttu þegar hann var bara sautján, átján ára strákur. Þá sá maður hversu mikið efni hann var. Ólafur Lárusson var þá að þjálfa liðið og Alexander fékk mikinn stuðning frá öllum í liðinu,“ sagði Zoltán. Belo er líka einn margra handboltamanna sem Guðmundur Guðmundsson hefur þjálfað. „Ég endaði ferilinn minn hjá Fram þegar Guðmundur var þjálfari. Bjöggi var þá í markinu og margir aðrir góðir. Sverre var líka í þessu liði. Ég var heppinn að vera við hliðina á Björgvini í klefanum og nú býr hann við hliðina á mér. Við hittumst stundum og spjöllum saman,“ sagði Zoltán.Þetta eru góðir vinir mínir En er Zoltán Belányi búinn að gera það upp við sig með hvoru liðinu hann heldur í kvöld. „Ég ætla segja það hreint út að ég haldi með Gumma og gömlu félögunum. Þetta eru mjög góðir vinir mínir og ég átti skemmtileg ár með þeim í handboltanum. Ég þekki aftur á móti engan í þessu ungverska liði. Ég held með Íslandi núna,“ sagði Zoltán. „Íslenska landsliðið er að standa sig miklu betur en ég bjóst við eftir undirbúningsleikina. Ég sé að Guðmundur er búinn að segja gott leikkerfi í gang og menn eru mjög góðir í sínum hlutverkum. Aron er að stjórna leiknum vel og nú er markvarslan komin í gang. Það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið núna,“ sagði Zoltán Belányi en það má sjá allt viðtali við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Belo heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira
Zoltán Belányi var lengi í hópi allra bestu hornamanna íslensku deildarinnar og fékk seinna íslenskan ríkisborgararétt. Zoltán er hins vegar fæddur í Ungverjalandi og þekkir vel til handboltans þar. Fram undan er leikur Íslands og Ungverjalands á EM og Arnar Björnsson heyrði í kappanum. Zoltán Belányi varð tvisvar markakóngur á Íslandsmótinu í handbolta sem leikmaður ÍBV og Íslandsmeistari undir stjórn Guðmundar Guðmundsson með Fram. Zoltán Belányi er fæddur í Ungverjalandi en kom 23 ára gamall til Íslands.Meiddist á fyrstu landsliðsæfingu Zoltán Belányi lék á sínum tíma 25 landsleiki fyrir Ungverja en sagði Arnari Björnssyni frá því þegar hann meiddist á landsliðsæfingu. „Árið 1995 þegar HM var hér á Íslandi þá fékk ég ekki íslenskan ríkisborgararétt og var boðið í ungverska landsliðið. Svo var ég mjög óheppinn og sleit krossbandið á fyrstu landsliðsæfingunni. Ég kom síðan heim til Íslands og fór í aðgerð,“ sagði Zoltán Belányi en hvernig kom það til að hann fór til Íslands. „Árið 1991 kom Sigurður Gunnarsson, vinur minn, út í háskóla þar sem ég var á lokaári. Hann bauð mér samning og ég stökk á það, fór til Vestmannaeyja og spilaði þar í sjö ár,“ sagði Zoltán og varð markakóngur bæði tímabilin 1996-97 og 1997-98. Ungverjar urðu í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu fyrir ári, sæti ofar en Íslendingar. Miklar breytingar hafa orðið hjá Ungverjum. 9 leikmenn sem léku með liðinu á HM fyrir ári eru ekki með núna. 9 af þeim 17 sem eru í hópnum núna eru 24 ára eða yngri.Ungverjar bjuggust ekki við þessari velgengni „Margir í Ungverjalandi bjuggust ekki við þessari velgengni. Þeir voru að spila vel á móti Rússum og Dönum. Ég talaði við vini mína úti og þeir sögðu að ungverska liðið hafði spilað sama leikkerfi í báðum leikjum og gert það vel. Þeir spila skipulagðan bolta og eru ekki sveiflukenndir. Leikmenn liðsins hafa verið traustir og þeir hafa sett leikina báða mjög vel upp,“ sagði Zoltán. Þjálfarinn, István Gulyás tók við liðnu í fyrra en Belo var með honum í unglingalandsliðinu á sínum tíma. „Hann var miðjumaður og ég var í horninu. Ég var að vonast til þess að þetta gengi vel hjá honum og það lítur út fyrir að hann sé búinn að setja saman gott lið. Leikmenn og stjórnin treystir honum og ég held að þetta muni ganga vel hjá honum,“ sagði Zoltán.Spilaði með Alexander í Gróttu Zoltán Belányi spilaði á sínum tíma með Alexander Petersson í íslensku deildinni. „Ég var í Gróttu þegar hann kom með vini sínum og við spiluðum tvö til þrjú ár saman í Gróttu þegar hann var bara sautján, átján ára strákur. Þá sá maður hversu mikið efni hann var. Ólafur Lárusson var þá að þjálfa liðið og Alexander fékk mikinn stuðning frá öllum í liðinu,“ sagði Zoltán. Belo er líka einn margra handboltamanna sem Guðmundur Guðmundsson hefur þjálfað. „Ég endaði ferilinn minn hjá Fram þegar Guðmundur var þjálfari. Bjöggi var þá í markinu og margir aðrir góðir. Sverre var líka í þessu liði. Ég var heppinn að vera við hliðina á Björgvini í klefanum og nú býr hann við hliðina á mér. Við hittumst stundum og spjöllum saman,“ sagði Zoltán.Þetta eru góðir vinir mínir En er Zoltán Belányi búinn að gera það upp við sig með hvoru liðinu hann heldur í kvöld. „Ég ætla segja það hreint út að ég haldi með Gumma og gömlu félögunum. Þetta eru mjög góðir vinir mínir og ég átti skemmtileg ár með þeim í handboltanum. Ég þekki aftur á móti engan í þessu ungverska liði. Ég held með Íslandi núna,“ sagði Zoltán. „Íslenska landsliðið er að standa sig miklu betur en ég bjóst við eftir undirbúningsleikina. Ég sé að Guðmundur er búinn að segja gott leikkerfi í gang og menn eru mjög góðir í sínum hlutverkum. Aron er að stjórna leiknum vel og nú er markvarslan komin í gang. Það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið núna,“ sagði Zoltán Belányi en það má sjá allt viðtali við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Belo heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld
EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Sjá meira