Gríðarlegt tjón á Flateyri: „Smábátabryggjan er farin“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 02:46 Frá höfninni á Flateyri í kvöld. Bátar mara þar í hálfu kafi. Magnús einar Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Magnús Einar Magnússon formaður björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri var sofandi á heimili sínu á Flateyri þegar snjóflóð féll á bæinn undir miðnætti með miklum drunum. Hann rauk strax af stað í björgunaraðgerðir og lýsir gríðarlegu tjóni í bænum, einkum í höfninni. „Ég bý í efstu götunni sjálfur, alveg í hinum endanum, og vakna við tvo stóra hvelli eins og það hafi orðið sprengja,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Hann hafi hlaupið fram í stofu og séð mikið kóf fyrir utan gluggann, og ekkert venjulegt „skafrenningskóf“. Það hafi ekki verið um að villast – snjóflóð hafði fallið. „Maður dressaði sig strax og við vorum að gera okkur klára að rýma húsnæði sem lýðháskólanemarnir eru í þegar hitt flóðið fer af stað.“ Enn er mjög hvasst á svæðinu.Magnús einar Smábátabryggjan farin Seinna flóðið lenti á húsi í útjaðri bæjarins, rétt fyrir neðan varnargarðinn, þar sem býr móðir með börn sín. Dóttir hennar á unglingsaldri lenti undir flóðinu og var Magnús staddur í sundlauginni á Flateyri með stúlkunni þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. Hann segir stúlkuna að hressast en unnið er að því að halda á henni hita í hlýju sundlaugarhúsinu. Þá lýsir Magnús því að gríðarlegt tjón hafi orðið í snjóflóðunum sem féllu á bæinn í kvöld. Þegar fregnir bárust af seinna flóðinu hafi athygli björgunarsveitanna alfarið beinst að fólkinu sem þá var í hættu en fyrst nú á þriðja tímanum var hægt að byrja að huga að bryggjunni. „Smábátabryggjan er farin, allir bátar sokknir. Við teljum að um sjö bátar séu sokknir eða mara í hálfu kafi í bryggjunni. Lítið ljósamasturshús, allt farið.“ Von er á varðskipinu Þór til Flateyrar innan skamms. Myndin er frá bænum eftir að snjóflóðin féllu í kvöld.Magnús einar Fólkið ræður sjálft Veður er enn afar slæmt á svæðinu, mjög hvasst og áfram snjóar. Magnús segir að björgunarsveitir séu í góðu sambandi við Veðurstofuna, sem hafi ákveðið að grípa ekki til frekari rýminga á Flateyri. Þar hafi í raun engin hús verið rýmd fyrir utan hús í grennd við það sem varð fyrir flóðinu, sem og hús í Hafnarstræti sem stendur við höfnina. „En mín fjölskylda fór til dæmis til vinafólks. Fólkið ræður sjálft,“ segir Magnús. Von er á varðskipinu Þór frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna. Magnús segir að staðan verði tekin þegar skipið kemur í bæinn. Alls féllu tvö snjóflóð á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59