Meghan tók ekki þátt í krísufundinum í Sandringham-höll Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2020 13:45 Meghan stendur hér á milli drottningarinnar og eiginmannsins. Myndin er tekin á viðburði í apríl 2018. Meghan og Harry höfðu þá verið trúlofuð í um það bil ár og giftu sig mánuði síðar. vísir/Getty Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt. Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, tók ekki þátt í fundi sem Elísabet II Englandsdrottning boðaði til með Karli, syni sínum, og sonarsonum sínum, Vilhjálmi og Harry, í Sandringham-höll drottningarinnar í gær. Til umræðu á fundinum var framtíð hertogahjónanna af Sussex, þeirra Meghan og Harry, innan bresku konungsfjölskyldunnar en þau tilkynntu í liðinni viku að þau hygðust hætta að sinna konunglegum embættisskyldum og lifa í staðinn sjálfstæðara lífi, bæði í Kanada og Bretlandi. Yfirlýsingin kom konungsfjölskyldunni í opna skjöldu og var drottningin sögð miður sín vegna málsins. Þá hefðu Karl og Vilhjálmur reiðst mjög þeim Harry og Meghan. Að því er greint er frá á vef Guardian var talið að Meghan myndi taka þátt í einhverjum hluta fundarins í gær í gegnum síma en hún er í Kanada ásamt Archie, syni hennar og Harry. Síðan fóru sögusagnir af stað um að Meghan hefði verið bannað að taka þátt í fundinum en heimildarmaður Guardian segir að hertogahjónin hafi sjálf ákveðið að það væri óþarfi fyrir Meghan að hringja sig inn á fundinn frá Kanada. Buckingham-höll hefur ekki gefið neitt upp um það hvað nákvæmlega var rætt á fundinum. Eftir fundinn sendi drottningin hins vegar frá sér yfirlýsingu, sem breskir fjölmiðlar lýsa sem afar persónulegri, þar sem hún sagðist hafa samþykkt sérstakt aðlögunartímabil fyrir Harry og Meghan þar sem myndu deila tíma sínum á milli Kanada og Bretlands. Þá yrði lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónanna tekin á allra næstu dögum. Fram kom í yfirlýsingunni að drottningin virði vilja Harry og Meghan til þess að finna sér ný hlutverk. Hún hefði þó sjálf kosið að hlutverk þeirra hefðu verið óbreytt.
Bretland Kanada Kóngafólk Harry og Meghan Tengdar fréttir Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45 Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37 „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“ Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag. 9. janúar 2020 10:45
Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. 14. janúar 2020 11:37
„Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt Bresku dagblöðin greina frá því í dag að hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggist veita ítarlegt sjónvarpsviðtal, fái þau ekki sínu framgengt í viðræðum við Elísabetu Bretadrottningu. 13. janúar 2020 12:56