Óveðurslægð næsta sólarhringinn en svo birtir til Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2020 13:08 Snjómokstur hefur verið víða á landinu undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“ Samgöngur Veður Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir á landinu vegna veðurs og ófærðar á meðan enn ein óveðurslægðin gengur yfir landið. Viðvaranir eru í gildi til að minnsta kosti klukkan þrjú á morgun. Snjóflóðahætta er á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurfræðingur segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðurstíð, í að bili að minnsta kosti. Enn einn lægðin sem hrellt hefur landsmenn gengur nú yfir landið og eru gular og appelsínugular viðvaranir á landinu og verða á sumum svæðum allt til klukkan þrjú á morgun. Verst er veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Færð spilltist á vegum landsins í nótt og var og er víða ófært. Jón Hrafn Karlsson úr björgunarsveitinni Kyndli á Kirkjubæjarklaustri aðstoðuðu, ásamt öðrum, sex erlenda ferðamenn á þremur bílum, við Núpá í Skaftárhreppi í gærkvöldi, sem voru fastir vegna ófærðar. Snælduvitlaust veður „Þegar við komum á vettvang þá var bara ekkert skyggni og snælduvitlaust veður. Það var það mikil snjófjúk og kóf,“ segir Jón Hrafn Karlsson, gjaldkeri Kyndils. Svo kalt var að bílarferðamannanna frusu fastir við veginn. „Hitinn í vélasalnum hafi verið að bræða kófið, síðan lekur vatnið niður og frýs við malbikið þannig að það er samfelldur klaki frá malbiki og inn í vélasal bílanna.“ Jón segir að engin verkefni hafi komið inn á þeirra borð í nótt - en í morgun hafi björgunarsveitin sinnt vegalokunum á svæðinu og segir hann að reynt sé að halda aftur að ferðamönnum á meðan óveðrið gengur yfir í dag. Meðal vindhraði á fjallvegum og á hálendinu mældist um 25 m/s en Daníel Þorláksson, vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í Öræfum hafi sá vindhraði rúmlega tvöfaldast í verstu kviðunum. Vont veður á Vestfjörðum „Það voru allavega hviður þarna í Öræfum eitthvað í kringum og yfir 50 m/s en mesti vindur, á 10 mínútna meðalhraða var þá 36 metrar á Hjallhálsi og svo á hálendinu hefur mælst einhverjir fjörutíu og fimm metrar á sekúndu.“ Á Vestfjörðum verður vont veður til morguns. Í gildi er óvissustig vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og Hættustig á Ísafirði en þar mun bæta í úrkomu í dag. „Það hjálpar ekki, það skánar ekki á meðan þetta heldur áfram.“ Eins og spár gera ráð fyrir núna verða alla veðurviðvaranir fallnar úr gildi klukkan þrjú á morgun. Daníel segir að farið sé að sjá fyrir endann á óveðrinu sem hrellt hefur landsmenn nú í marga daga. „Í bili já. Á morgun, þegar veðrið er gengið niður verður vindur víðast hvar orðinn hægur, hæg austlæg átt, og svo bara hæg vestlæg átt fram að helgi. En síðan er útlit fyrir að það hlýni og hvessi aftur á sunnudag en fram að því verður þokkalegasta veður.“
Samgöngur Veður Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira