Segir að nú muni Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2020 09:30 Quique Setien að stýra liði Real Betis þar sem hann gerði flotta hluti. Ræður hann við pressuna hjá Barcelona? Getty/ David S. Bustamante Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið. Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Barcelona skipti um þjálfara í gær, rak Ernesto Valverde og réði í staðinn hinn 61 árs gamla Quique Setien. Ernesto Valverde hefur náð fínum árangri með Barcelona en það dugði þó ekki til að halda starfinu. Tapið á móti Liverpool í Meistaradeildinni síðasta vor og töp á móti Athletic Bilbao, Granada og Levante í spænsku deildinni í vetur gerðum honum enga greiða. En hver er þessi eftirmaður hans? Quique Setien er kannski mun þekktari á Spáni en utan Spánar. Hann hefur náð flottum árangri með nokkur lið á Spáni en þetta er fyrsta tækifæri hans hjá einum af stóru klúbbunum. Því ekki að taka þá stóra stökkið og taka við einu stærsta félagi heims. Ernesto Valverde Quique Setien It's all change in the Barcelona dugout.https://t.co/m58413nElNpic.twitter.com/KHKyLpxLIM— BBC Sport (@BBCSport) January 14, 2020 Quique Setien þjálfaði lengst lið í neðri deildunum á Spáni en gerði síðan frábæra hluti með Las Palmas. Undir hans stjórn náði liðið ellefta sæti sem var besti árangur liðsins í fjóra áratugi. Setien gerði einnig frábæra hluti með lið Real Betis en á sínu fyrsta tímabili náði liðið sjötta sætinu og komst í Evrópudeildina. Setien stýrði Betis liðinu meðal annars til sigurs á móti liðum eins og Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid á tveimur tímabilum sínum með liðið. The Barca job is tough. pic.twitter.com/F7gl7MsXm4— B/R Football (@brfootball) January 13, 2020 Quique Setien hætti hjá Real Betis í sumar en hann hafði fyrst verið orðaður við Barcelona í janúar 2019. Nú kom kallið og Setien gerði tveggja og hálfs árs samning við Barcelona. Andy West, blaðamaður og sérfræðingur í spænska fótboltanum, sér breytingu framundan á leikstíl Barcelona liðsins með ráðningu Quique Setien. „Setien er heittrúaður fylgismaður Cruyff fótboltans. Frá þessari stundu þá mun Barcelona spila aftur „Barca fótbolta“,“ sagði Andy West við breska ríkisútvarpið.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira