Jörðin opnaðist undir rútu Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 07:01 Farþegar og gangandi vegfarendur féllu ofan í holuna. Hér má sjá slökkviliðsmenn að störfum, sem að lokum tókst að lyfta rútunni úr holunni. Getty/str Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær. Þar að auki eru nokkrir gangandi vegfarendur, sem voru á heimleið í lok vinnudags, jafnframt sagðir hafa fallið ofan í holuna. Myndbandsupptökur sýna sprengingu í holunni þegar rútan stóð þar upp á rönd. Nákvæm tildrög slyssins liggja ekki fyrir en héraðsyfirvöld hafa heitið rannsókn á málinu, að því er fram kom í þarlendum fjölmiðlum í nótt. #China Another angle of the same event where a bus fell into a sinkhole in Xining, Qinghai Province. pic.twitter.com/2FiHkzscO2— W. B. Yeats (@WBYeats1865) January 13, 2020 Slys sem þessi eru ekki óalgeng í Kína og eru þau jafnan rakin til lélegs frágangs eftir framkvæmdir og bilaðra vatnslagna. Þannig létust fimm verkamenn þegar hola myndaðist á framkvæmdasvæði í borginni Shenzen árið 2013 og fjórir gangandi vegfarendur féllu ofan í vatnspytt sem birtist óforvarandis á gangstétt í Dazhou, í Suðvestur-Kína, árið 2018. Hér að neðan má sjá myndband Guardian af sambærilegu tilfelli, þegar kona féll ofan í vatnspytt í lok árs 2018. Bílar Kína Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira
Hið minnsta sex eru látin og sextán slösuð eftir að rúta ók ofan í gríðarstóra holu, svokallaðan vatnspytt, sem myndaðist fyrirvaralaust á fjölfarinni götu í kínversku borginni Xining í gær. Þar að auki eru nokkrir gangandi vegfarendur, sem voru á heimleið í lok vinnudags, jafnframt sagðir hafa fallið ofan í holuna. Myndbandsupptökur sýna sprengingu í holunni þegar rútan stóð þar upp á rönd. Nákvæm tildrög slyssins liggja ekki fyrir en héraðsyfirvöld hafa heitið rannsókn á málinu, að því er fram kom í þarlendum fjölmiðlum í nótt. #China Another angle of the same event where a bus fell into a sinkhole in Xining, Qinghai Province. pic.twitter.com/2FiHkzscO2— W. B. Yeats (@WBYeats1865) January 13, 2020 Slys sem þessi eru ekki óalgeng í Kína og eru þau jafnan rakin til lélegs frágangs eftir framkvæmdir og bilaðra vatnslagna. Þannig létust fimm verkamenn þegar hola myndaðist á framkvæmdasvæði í borginni Shenzen árið 2013 og fjórir gangandi vegfarendur féllu ofan í vatnspytt sem birtist óforvarandis á gangstétt í Dazhou, í Suðvestur-Kína, árið 2018. Hér að neðan má sjá myndband Guardian af sambærilegu tilfelli, þegar kona féll ofan í vatnspytt í lok árs 2018.
Bílar Kína Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Sjá meira