Sýnt verður beint frá tveimur viðburðum á sportrásum Stöðvar 2 í dag.
Klukkan 14:30 hefst bein útsending frá The Hero Challenge golfmótinu í Abú Dabí á Stöð 2 Golf.
Meðal keppenda á mótinu eru Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, Louis Oosthuzien og Danny Willet.
Klukkan 20:00 er svo komið að leik Tottenham og Middlesbrough í 3. umferð ensku bikarkeppninnar.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Riverside vellinum fyrr í mánuðinum og þurfa því að mætast aftur.
Tottenham er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Middlesbrough er í 16. sæti B-deildarinnar.
Lista yfir beina útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 má sjá með því að smella hér.
Beinar útsendingar dagsins:
14:30 The Hero Challenge - Abu Dhabi, Stöð 2 Golf
20:00 Tottenham - Middlesbrough, Stöð 2 Sport
Í beinni í dag: Spurs fær annað tækifæri til að slá Boro úr leik
