Dönsku miðlarnir skrifuðu um frelsarann sem lét ekki sjá sig og litla bróður sem þurfi að hjálpa Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2020 08:00 Niklas Landin, markvörður Dana, svekktur. vísir/epa Danir eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta og má sjá það glögglega í fjölmiðlum þar í landi. Danmörk tapaði eins og kunnugt er fyrir Íslandi í fyrsta leiknum og ekki margar jákvæðar forsíður að sjá hjá dönskum fjölmiðlum. Þær voru enn verri ef eitthvað var er Danmörk gerði jafntefli við Ungverjaland í gærkvöldi og þarf þar að leiðandi að treysta á Ísland í lokaumferðinni. „Vandræðalegt, vandræðalegt, vandræðalegt,“ skrifar BT á síðu sinni og segir að gærkvöldið hafi verið nærri því að vera katastrófa fyrir danskan handbolta. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 Miðillinn heldur áfram að velja þá þrjá hluti sem þeir lærðu af leiknum. Velta þeir upp af hverju leikmenn liðsins hafi verið svo stressaðir.Einkunnargjöf BT eftir leikinn er ekki há og einn besti leikmaður í heimi, Mikkel Hansen, fær heldur að finna fyrir því. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 „Hvert fórstu Mikkel? Við leituðum að frelsaranum þegar Danmörk var í vandræðum en hann lét bara aldrei sjá sig,“ skrifaði í umsögninni um Mikkel. Það var ekki bara BT sem var með áhyggjur af danska landsliðinu á sínum miðli því Jan Jensen, fréttamaður á Ekstra Bladet, skrifar pistil eftir leik gærkvöldsins. Í pistlinum fpyr Jan hvar neistinn frá HM í janúar 2019 sé. Hann segist sakna danska handboltalandsliðsins því liðið sem spili í Malmö sé ekki það lið sem hann þekkir. Drama helt til sidst: Danmark lever efter uafgjort:https://t.co/QRzeerHjDM— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 13, 2020 TV2Sport ræddi við leikmenn liðsins eftir leikinn og margir þeirra áttu ekki orð yfir því hversu slök frammistaðan hafi verið. Mads Mensah sagði að hann væri að sofna því þeir spiluðu svo hægt, og bætti við að þetta væri einfaldlega allt of lélegt. Undir það tók landsliðsfyrirliðinn Niklas Landin.Politiken skefur ekkert af hlutunum í grein sinni. Þar segir að Ísland þurfi að hjálpa stóra bróður. Aðeins sigur Íslands á Ungverjum gefur Dönum möguleika á því að komast áfram. Danski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Danir eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta og má sjá það glögglega í fjölmiðlum þar í landi. Danmörk tapaði eins og kunnugt er fyrir Íslandi í fyrsta leiknum og ekki margar jákvæðar forsíður að sjá hjá dönskum fjölmiðlum. Þær voru enn verri ef eitthvað var er Danmörk gerði jafntefli við Ungverjaland í gærkvöldi og þarf þar að leiðandi að treysta á Ísland í lokaumferðinni. „Vandræðalegt, vandræðalegt, vandræðalegt,“ skrifar BT á síðu sinni og segir að gærkvöldið hafi verið nærri því að vera katastrófa fyrir danskan handbolta. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 Miðillinn heldur áfram að velja þá þrjá hluti sem þeir lærðu af leiknum. Velta þeir upp af hverju leikmenn liðsins hafi verið svo stressaðir.Einkunnargjöf BT eftir leikinn er ekki há og einn besti leikmaður í heimi, Mikkel Hansen, fær heldur að finna fyrir því. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 „Hvert fórstu Mikkel? Við leituðum að frelsaranum þegar Danmörk var í vandræðum en hann lét bara aldrei sjá sig,“ skrifaði í umsögninni um Mikkel. Það var ekki bara BT sem var með áhyggjur af danska landsliðinu á sínum miðli því Jan Jensen, fréttamaður á Ekstra Bladet, skrifar pistil eftir leik gærkvöldsins. Í pistlinum fpyr Jan hvar neistinn frá HM í janúar 2019 sé. Hann segist sakna danska handboltalandsliðsins því liðið sem spili í Malmö sé ekki það lið sem hann þekkir. Drama helt til sidst: Danmark lever efter uafgjort:https://t.co/QRzeerHjDM— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 13, 2020 TV2Sport ræddi við leikmenn liðsins eftir leikinn og margir þeirra áttu ekki orð yfir því hversu slök frammistaðan hafi verið. Mads Mensah sagði að hann væri að sofna því þeir spiluðu svo hægt, og bætti við að þetta væri einfaldlega allt of lélegt. Undir það tók landsliðsfyrirliðinn Niklas Landin.Politiken skefur ekkert af hlutunum í grein sinni. Þar segir að Ísland þurfi að hjálpa stóra bróður. Aðeins sigur Íslands á Ungverjum gefur Dönum möguleika á því að komast áfram.
Danski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira