Leitin að loðnutorfunum hafin og stefnt á norðausturhornið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 22:00 Árni Friðriksson lagði upp í loðnuleitina í dag frá olíubryggjunni í Örfirisey í Reykjavík þar sem hann var fylltur af olíu. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson hélt til loðnuleitar úr Reykjavík í dag en frést hefur af loðnu bæði á Vestfjarðamiðum og norðaustur af Melrakkasléttu. Leiðangursstjórinn kveðst samt ekki of bjartsýnn en vill þó lifa í voninni. Myndir frá brottför voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Um tuttugu manna áhöfn er um borð, þar af fimm vísindamenn, en fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson er leiðangursstjóri. „Ásamt Árna Friðrikssyni þá verða í það minnsta tvö veiðiskip og núna erum við að horfa til að það verði Polar Amaroq, sem er grænlenskt veiðiskip, og Hákon, - þeir muni taka þátt í þessu með okkur. Þar erum við með fólk frá okkur á Hafró um borð hjá þeim,“ segir Birkir. Birkir Bárðarson fiskifræðingur er leiðangursstjóri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Óvíst var hvort hægt yrði að hefja leiðangurinn í dag vegna veðurs. „Við ætlum að fara austur fyrir land, suður um, og erum svona að sæta lagi eins og veður leyfir, og þar ætlum við að byrja.“ Leitin mun einkum beinast að hafsvæðum undan Norður- og Austurlandi en fregnir hafa verið að berast af loðnu. „Við höfum heyrt af loðnu, reyndar bæði af Vestfjarðamiðum og síðan höfum við núna verið að fá fregnir núna frá Rifsbanka og svo austur um.“ Loðnubrestur í fyrra reyndist áfall fyrir hagkerfið enda er áætlað að jafnvel léleg loðnuvertíð geti skilað 15-20 milljarða króna útflutningsverðmæti. Það er því mikið undir að eitthvað finnist. Áætlað er leiðangurinn taki nítján daga en hann er undir stjórn Hafrannsóknastofnunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Birkir segir loðnuna mikilvæga afurð en einnig mikilvæga fæðu í vistkerfinu við Ísland. „Við erum ekkert sérstaklega bjartsýnir í ár. Og það er út af því að síðastliðið haust þá kom lítið út úr mælingunni. Og það er á þessum árgangi sem er uppistaðan að veiðistofninum núna,“ segir Birkir. Stefnt er á nítján daga leiðangur. Hann vonast því til að hafa einhver svör í kringum næstu mánaðamót. „En eins og allir, þá bara lifi ég í voninni.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Veiðiskipin Hákon og Bjarni Ólafsson í loðnuleitina með Árna Friðrikssyni Hafrannsóknastofnun stýrir leitinni og mælingum. Kostnaður útgerðanna er um 60 milljónir króna og leggur Hafrannsóknastofnun fram 30 milljónir. 9. janúar 2020 17:25
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15